Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino var vígður inn í hinn þekkta Friar"s-klúbb fyrir skömmu.
Þar var hann „grillaður" af vinum sínum, þar á meðal leikstjóranum Eli Roth, sem gerði ítrekað grín að leikstjóranum við mikil hlátrasköll viðstaddra.
Roth hæddist að líkamsburðum Tarantinos og vildi einnig meina að hann væri með fótablæti á alvarlegu stigi.
Grínistinn Jeff Ross minntist á hátt enni leikstjórans og vildi meina að hægt væri að sýna þar næstu kvikmynd hans.
Á meðal gesta þetta kvöld voru leikkonurnar Uma Thurman og Sarah Silverman, Brett Ratner og „grill" meistarinn Samuel L. Jackson.