Lífið

Eurovision: Ísland skríður upp vinsældalista Google

Netverjar eru greinilega byrjaðir að fletta Heru Björk upp í massavís.
Netverjar eru greinilega byrjaðir að fletta Heru Björk upp í massavís.
Það er engin tilviljun að Google er fremsta Netfyrirtæki heimsins. Fólkið þar á bæ er með puttann á púlsinum og stöðugt á tánum.

Þannig fögnuðu margir þegar Google setti vinsældavél sína fyrir Eurovision í loftið fyrr í vikunni. Vélin er stórsniðug en þar skoðar Google netnotkun í öllum Eurovision-löndum. Hvert land gefur síðan stig líkt og í lokakeppninni en stigagjöfin fer eftir áhuga á atriðum, meðal annars á leitarvél Google og YouTube.





Vinsældavél Google er stórsniðug.
Hera Björk var fyrrihluta vikunnar í kringum 20. sætið af 39 en nú er greinilegt að áhugi á lagi hennar eykst. Í dag er hún komin í 11. sæti og heldur vonandi áfram að skríða upp.

Hin þýska Lena trónir á toppnum og er búin að vera þar meirihluta vikunnar. Grikkinn Giorgos er kominn í annað sæti en hann, líkt og Hera, er búinn að skríða upp alla vikuna. Í þriðja sæti eru Serbar með balkanpoppið sitt og í því fjórða eru Eistar. Það er kannski huggun harmi gegn því Eistarnir duttu út úr keppni á þriðjudag.

Eurovision-vinsældavélina má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×