Þættir sem skipta máli Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 23. nóvember 2010 05:00 Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar