Vitali Klitschko varði WBC-heimsmeistaratign sína í þungavigt er hann bar sigurorð af Chris Arreola í Los Angeles í nótt.
Arreola entist í tíu lotur en ákvað að halda ekki áfram þegar ellefta lota átti að hefjast. Þetta var hans fyrsta tap á ferlinum en Klitschko hefur nú unnið 38 af 40 bardögum á sínum ferli.
Klitschko hafði þó nokkra yfirburði í bardaganum þó svo að Arreola hafi byrjað ágætlega. Á endanum var það faðmur, hæð og kraftur Klitschko sem gerði það að verkum að Arreola varð að játa sig sigraðan.
Þetta var fyrsti bardagi Klitschko í Bandaríkjunum síðan 2004.