Það verða FH og Breiðablik sem mætast í úrslitum Lengjubikars karla á föstudaginn kemur.
Undanúrslitin fóru fram í kvöld. FH vann 2-1 sigur á Fylki og þá vann Breiðablik sömuleiðis 2-1 sigur á HK í Kópavogsslag.
Varnarmennirnir Finnur Orri Margeirsson og Kristinn Jónsson skoruðu mörk Blika í kvöld en Finnur Ólafsson mark HK-inga.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þó að líta beint rautt spjald undir lok leiksins.