Úr vörn í sókn! Þráinn Bertelsson skrifar 25. september 2009 06:00 Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíði nagar þjóðarsálina. Verðbólgan fer hamförum. Kaldhömruð verðtrygging þjakar okkur eins og martröð. Við höfum enga framtíðarsýn nema hvað við ætlum að borga Bretum og Hollendingum morð fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til ársins 2024 og jafnvel lengur. Og við ætlum möglunarlaust að kyngja hryðjuverkalögunum sem stjórn Gordons Brown fannst við hæfi að setja á okkur heittelskuð Natósystkini sín. Í staðinn fyrir að dansa hugsunarlaust kringum gullkálfinn hafa ráðvilltir stjórnmálamenn breytt um takt og skuldbundið okkur til að dansa eftir pípu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Sá vangadans getur orðið okkur dýrkeyptari áður en lýkur heldur en vímudansinn kringum gullkálfinn. Enn þá halda menn dauðahaldi í dýrustu tískubólu nútímans: Blinda trú á hagfræðinga, lagatækna og sérfræðinga. Í ofsaskelfingu hafa jafnvel þeir sem áttu enga sök á hruninu gripið til þess ráðs að hætta að treysta heilbrigðri skynsemi og trúa á hagfræðinga í staðinn. Hallelújasöfnuður frjálshyggjunnarAllra síst er nokkur glóra í að trúa að sá hallelújasöfnuður frjálshyggjunnar sem kallar sig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni bjarga okkur frá okkur sjálfum. Þetta bandaríska einkafyrirtæki er ekki góðgerðarstofnun eins og dæmin sanna og staða okkar gagnvart honum er staða lambsins gegn sauðfjárbónda. Eftir réttir. Við ringulreið og ráðleysi bætist svo að það eina sem landsforeldrarnir Jóhanna og Steingrímur lofa er að niðurskurðarhnífnum verði beitt ótt og títt á næstunni og við skorin út úr vandræðunum af mikilli fimi með því að skera niður það sem við eigum verðmætast og gerir samfélag okkar eftirsóknarvert svo sem heilbrigðis- og menntakerfi. Okkur er í stuttu máli boðið upp á undirlægjuhátt við Breta og Hollendinga, þjónkun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, niðurskurð á innviðum þjóðfélagsins, áframhaldandi verðtryggingu og blinda trú á að hagfræðingar muni bjarga okkur með trúarhita sínum og súrrealískum spádómum. Og höfundur vitlausustu peningamálastefnu allra tíma hefur verið gerður að seðlabankastjóra. Auglýst eftir framtíðarsýn og samfélagssáttmálaVið erum á villigötum. Rammvillt og stefnum í vitlausa átt. Til að ráða bót á sundrungunni, óvissunni og kvíðanum vantar okkur samstöðu um skýr markmið. Okkur vantar samfélagssáttmála þar sem við heitum hvert öðru jöfnuði og réttlæti, veikum skjóli og aðhlynningu, börnum okkur öryggi og góðri menntun og hinum eldri áhyggjulausri elli og góðum aðbúnaði. Óljós draumur um norrænt velferðarsamfélag einhvern tímann og einhvern veginn er ekki samfélagssáttmáli og í besta falli óljós framtíðarsýn. Við segjumst vera sjálfstæð þjóð. Af hverju liggjum við þá á hnjánum fyrir Bretum og Hollendingum? Af hverju liggjum við þá á fjórum fótum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú þegar hefur sýnt okkur þvílíkan dónaskap að starfsmenn hans ættu að hafa verið gerðir landrækir allir með tölu? Af hverju hugsum við bara um að bjarga bönkum og fjármálastofnunum úr rústunum eftir hrunið? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hvar er skilningurinn á því að undirstöðueining þjóðfélagsins er manneskja en ekki fyrirtæki? Karl eða kona. Ekki krónupeningur. Stöndum í lappirnar!Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki að jólasveinar komi okkur til bjargar með fangið fullt af gjöfum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins? Hvernig væri að standa saman og sýna sjálfum okkur og umheiminum að við erum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi? Standa saman um að byggja upp nýtt og betra íslenskt þjóðfélag en það sem frjálshyggjufíflin lögðu í rúst? Hvernig væri að snúa vörn í sókn; sjálfsvorkunn í sjálfstraust, sundrungu í samstöðu, kvíða í tilhlökkun? Hvernig væri að hirða landið okkar aftur úr höndum erlendra stofnana og innlendra skilanefnda og fela það aftur í hendur heilbrigðri skynsemi? Hvernig væri að við hættum að hegða okkur eins og hagfræðilega heilaþvegin hænsnahjörð og færum aftur að hegða okkur eins og vitiborin þjóð? Helst áður en Sjálfstæðisflokkurinn fer yfir 50% í skoðanakönnunum til að setja þjóðina á hausinn. Aftur. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíði nagar þjóðarsálina. Verðbólgan fer hamförum. Kaldhömruð verðtrygging þjakar okkur eins og martröð. Við höfum enga framtíðarsýn nema hvað við ætlum að borga Bretum og Hollendingum morð fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til ársins 2024 og jafnvel lengur. Og við ætlum möglunarlaust að kyngja hryðjuverkalögunum sem stjórn Gordons Brown fannst við hæfi að setja á okkur heittelskuð Natósystkini sín. Í staðinn fyrir að dansa hugsunarlaust kringum gullkálfinn hafa ráðvilltir stjórnmálamenn breytt um takt og skuldbundið okkur til að dansa eftir pípu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Sá vangadans getur orðið okkur dýrkeyptari áður en lýkur heldur en vímudansinn kringum gullkálfinn. Enn þá halda menn dauðahaldi í dýrustu tískubólu nútímans: Blinda trú á hagfræðinga, lagatækna og sérfræðinga. Í ofsaskelfingu hafa jafnvel þeir sem áttu enga sök á hruninu gripið til þess ráðs að hætta að treysta heilbrigðri skynsemi og trúa á hagfræðinga í staðinn. Hallelújasöfnuður frjálshyggjunnarAllra síst er nokkur glóra í að trúa að sá hallelújasöfnuður frjálshyggjunnar sem kallar sig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni bjarga okkur frá okkur sjálfum. Þetta bandaríska einkafyrirtæki er ekki góðgerðarstofnun eins og dæmin sanna og staða okkar gagnvart honum er staða lambsins gegn sauðfjárbónda. Eftir réttir. Við ringulreið og ráðleysi bætist svo að það eina sem landsforeldrarnir Jóhanna og Steingrímur lofa er að niðurskurðarhnífnum verði beitt ótt og títt á næstunni og við skorin út úr vandræðunum af mikilli fimi með því að skera niður það sem við eigum verðmætast og gerir samfélag okkar eftirsóknarvert svo sem heilbrigðis- og menntakerfi. Okkur er í stuttu máli boðið upp á undirlægjuhátt við Breta og Hollendinga, þjónkun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, niðurskurð á innviðum þjóðfélagsins, áframhaldandi verðtryggingu og blinda trú á að hagfræðingar muni bjarga okkur með trúarhita sínum og súrrealískum spádómum. Og höfundur vitlausustu peningamálastefnu allra tíma hefur verið gerður að seðlabankastjóra. Auglýst eftir framtíðarsýn og samfélagssáttmálaVið erum á villigötum. Rammvillt og stefnum í vitlausa átt. Til að ráða bót á sundrungunni, óvissunni og kvíðanum vantar okkur samstöðu um skýr markmið. Okkur vantar samfélagssáttmála þar sem við heitum hvert öðru jöfnuði og réttlæti, veikum skjóli og aðhlynningu, börnum okkur öryggi og góðri menntun og hinum eldri áhyggjulausri elli og góðum aðbúnaði. Óljós draumur um norrænt velferðarsamfélag einhvern tímann og einhvern veginn er ekki samfélagssáttmáli og í besta falli óljós framtíðarsýn. Við segjumst vera sjálfstæð þjóð. Af hverju liggjum við þá á hnjánum fyrir Bretum og Hollendingum? Af hverju liggjum við þá á fjórum fótum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú þegar hefur sýnt okkur þvílíkan dónaskap að starfsmenn hans ættu að hafa verið gerðir landrækir allir með tölu? Af hverju hugsum við bara um að bjarga bönkum og fjármálastofnunum úr rústunum eftir hrunið? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hvar er skilningurinn á því að undirstöðueining þjóðfélagsins er manneskja en ekki fyrirtæki? Karl eða kona. Ekki krónupeningur. Stöndum í lappirnar!Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki að jólasveinar komi okkur til bjargar með fangið fullt af gjöfum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins? Hvernig væri að standa saman og sýna sjálfum okkur og umheiminum að við erum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi? Standa saman um að byggja upp nýtt og betra íslenskt þjóðfélag en það sem frjálshyggjufíflin lögðu í rúst? Hvernig væri að snúa vörn í sókn; sjálfsvorkunn í sjálfstraust, sundrungu í samstöðu, kvíða í tilhlökkun? Hvernig væri að hirða landið okkar aftur úr höndum erlendra stofnana og innlendra skilanefnda og fela það aftur í hendur heilbrigðri skynsemi? Hvernig væri að við hættum að hegða okkur eins og hagfræðilega heilaþvegin hænsnahjörð og færum aftur að hegða okkur eins og vitiborin þjóð? Helst áður en Sjálfstæðisflokkurinn fer yfir 50% í skoðanakönnunum til að setja þjóðina á hausinn. Aftur. Höfundur er alþingismaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun