Velski hnefaleikakappinn Joe Calzaghe hefur gefið til kynna að hann kunni að snúa aftur í hringinn á næstunni.
Calzaghe lagði hanskana á hilluna eftir að hafa unnið Roy Jones yngri á stigum í New York í lok síðasta árs. Það var hans 46. sigur í jafn mörgum bardögum.
Hann hefur nú hins vegar velt fyrir sér hvort hann eigi að berjast í eitt skiptið enn og þá í Cardiff í Wales.
„Það yrði þá að vera rétti bardaginn fyrir mig," sagði hann í samtali við Daily Star. „Það yrði þó frábær viðburður og ég myndi gjarnan vilja upplifa hann."
„En þetta er erfitt því ég verð 37 ára gamall í mars og er ekki beint sá yngsti í bransanum. En já, auðvitað dreymir mig um að berjast fyrir framan 60 þúsund áhorfendur á Þúsaldarvellinum."
Calzaghe gæti farið aftur í hringinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti



