Opið bréf til Jóns Bjarnasonar Snærós Sindradóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er skýr. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrningar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrningarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. Hún mun taka nokkurn tíma og verður án efa sársaukafull. En þannig er oft um erfiðar göngur – þær taka á. Það þýðir þess vegna ekki að hika – tíminn er naumur. Framsal kvótans var leyft árið sem ég fæddist. Á þeim átján árum sem liðin eru hefur þetta úldna kerfi gert svo mikinn skaða að mjög erfitt mun reynast að vinda ofan af því. Ef tuttugu ára áætlun fyrningarinnar á að standa óbreytt verður að hamra á henni núna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið verður þegar óréttlætið hefur ríkt í 40 ár. Það er ástæða fyrir því að svokallaðir kvótakóngar bera það nafn. Þeir eru ríkir og valdamiklir en umfram allt frekir. Þeir eiga sín hagsmunasamtök sem um árabil hafa komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þeir ala á óttanum og nota fjölmiðla og málpípur sínar á þingi og í sveitarstjórnum til að hamra á boðskapnum. Elsku Jón, ekki hlusta á þeirra kvart, kvein og kjökur. Það eru þessir menn og vinir þeirra sem innleiddu kerfið og hafa rænt þessum auðlindum almennings. Það er þeim að kenna að byggð í landinu hefur riðlast. Þeir dæla peningum úr greininni í óskyldar greinar. Fjármálahrunið má rekja til yfirveðsetningar fisksins í sjónum og spákaupmennsku þessara manna og annarra í framhaldinu. Þess vegna hrópar fólk eftir patentlausnunum. Þú veist hver þróunin hefur verið á Vestfjörðum. Þú veist hvað gerðist á Austfjörðum þar sem stóriðja átti að leysa bágt atvinnuástandið og fólksflóttann. Þetta var skyndilausn sem gerir sama gagn og súkkulaðistykki við hungri. Gott í stuttan tíma en síðan verður maður aftur svangur. Það er hins vegar ekkert undarlegt að rætt sé um olíuhreinsistöð, ömurlegt verksmiðjuferlíki, á kaffistofum Ísfirðinga. Vestfirðingar eru svangir núna eftir að hafa verið sveltir um árabil. Þess vegna segi ég við þig: Vertu hugrakkur, vertu duglegur en umfram allt vertu róttækur. Við trúum jú bæði á vinstri pólitíkina sem réttu leiðina til að leiðrétta óréttlæti, ekki satt? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er skýr. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrningar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrningarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. Hún mun taka nokkurn tíma og verður án efa sársaukafull. En þannig er oft um erfiðar göngur – þær taka á. Það þýðir þess vegna ekki að hika – tíminn er naumur. Framsal kvótans var leyft árið sem ég fæddist. Á þeim átján árum sem liðin eru hefur þetta úldna kerfi gert svo mikinn skaða að mjög erfitt mun reynast að vinda ofan af því. Ef tuttugu ára áætlun fyrningarinnar á að standa óbreytt verður að hamra á henni núna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið verður þegar óréttlætið hefur ríkt í 40 ár. Það er ástæða fyrir því að svokallaðir kvótakóngar bera það nafn. Þeir eru ríkir og valdamiklir en umfram allt frekir. Þeir eiga sín hagsmunasamtök sem um árabil hafa komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þeir ala á óttanum og nota fjölmiðla og málpípur sínar á þingi og í sveitarstjórnum til að hamra á boðskapnum. Elsku Jón, ekki hlusta á þeirra kvart, kvein og kjökur. Það eru þessir menn og vinir þeirra sem innleiddu kerfið og hafa rænt þessum auðlindum almennings. Það er þeim að kenna að byggð í landinu hefur riðlast. Þeir dæla peningum úr greininni í óskyldar greinar. Fjármálahrunið má rekja til yfirveðsetningar fisksins í sjónum og spákaupmennsku þessara manna og annarra í framhaldinu. Þess vegna hrópar fólk eftir patentlausnunum. Þú veist hver þróunin hefur verið á Vestfjörðum. Þú veist hvað gerðist á Austfjörðum þar sem stóriðja átti að leysa bágt atvinnuástandið og fólksflóttann. Þetta var skyndilausn sem gerir sama gagn og súkkulaðistykki við hungri. Gott í stuttan tíma en síðan verður maður aftur svangur. Það er hins vegar ekkert undarlegt að rætt sé um olíuhreinsistöð, ömurlegt verksmiðjuferlíki, á kaffistofum Ísfirðinga. Vestfirðingar eru svangir núna eftir að hafa verið sveltir um árabil. Þess vegna segi ég við þig: Vertu hugrakkur, vertu duglegur en umfram allt vertu róttækur. Við trúum jú bæði á vinstri pólitíkina sem réttu leiðina til að leiðrétta óréttlæti, ekki satt? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun