Innlent

Ekki stærsti sigur Samfylkingarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir hefur náð ágætis árangri í kosningunum núna. Mynd/ Valli.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur náð ágætis árangri í kosningunum núna. Mynd/ Valli.
Samfylkingin nær ekki því kjörfylgi sem flokkurinn hafði árið 2003 ef niðurstöður verða þær sömu þegar búið er að telja öll atkvæði og þau eru núna. Árið 2003 hlaut flokkurinn 31% atkvæða. Eins og staðan er núna er flokkurinn með tæplega 30% atkvæða. Flokkurinn var hins vegar með heldur minna fylgi fyrst þegar Samfylkingin bauð fram árið 1999 og árið 2007, en þá var fylgið 26,8% í báðum tilfellum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×