Nýkrýndur WBC-léttveltivigtarmeistarinn Amir Khan vísar á bug sögusögnum um að hann muni mæta landa sínum Ricky Hatton í hringnum og segist ætla að einbeita sér að Bandaríkjamarkaðnum.
„Ég vil að gengið verði frá hnefaleikastaðnum fyrst og næsti bardagi minn á að fara fram í Bandaríkjunum. svo getum við farið að tala um andstæðing. Margir hafa talað um Ricky Hatton enða Erik Morales en ég er ekkert að spá í það í augnablikinu.
Nú þegar ég er orðinn heimsmeistari finnst mér kominn tími til þess að Bandaríkjamenn fái að komast að því hver Amir Khan sé," segir hinn 22 ára gamli Khan.