Staða eldri borgara í dag Kolbrún Halldórsdóttir. skrifar 27. febrúar 2009 17:14 Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun