Áttum að vinna öll lið með 30 stigum 6. janúar 2009 15:31 Jakob Sigurðarson þótti besti leikmaður Iceland Express deildarinnar fyrir áramót Mynd/Stefán "Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob. Dominos-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
"Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob.
Dominos-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira