Grindvíkingar hafa fundið sér þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna en á heimasíðu félagsins kemur fram að Jóhann Þór Ólafsson muni þjálfa kvennaliðið næsta vetur.
Jóhann Þór verður 26 ára gamall í sumar en í vetur var hann aðstoðarmaður hjá bæði Friðriki Ragnarssyni hjá karlaliðinu og Pétri Guðmundssyni hjá kvennaliðinu.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Jóhann þjálfar í meistaraflokki og verður hann að öllum líkundum yngsti þjálfari kvennadeildarinnar næsta vetur.
Jóhann er eldri bróðir Þorleifs Ólafsson, leikmanns Grindavíkurliðsins og systir hans, Sigríður Anna, lék með kvennaliðinu í mörg ár.
Jóhann Þór Ólafsson var efnilegur leikmaður en lenti í mjög erfiðum hnémeiðslum sem þýddu að hann var að leggja körfuboltaskónna á hilluna.