Nauðgun án frekari valdbeitingar 28. nóvember 2009 06:00 Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. Þetta er sláandi fullyrðing en sönn. Nú stendur yfir árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið 16 daga átaksins er að vekja athygli á að kynbundið ofbeldi ógnar lífi og heilsu kvenna um allan heim og ekki síður að knýja á um afnám þess. Okkur er alltaf hollt að vera minnt á það grimmilega ofbeldi sem konur verða fyrir um víða veröld og hver hönd sem lögð er á plóginn í vinnunni gegn því er mikilvæg. Staða íslenskra kvenna er vissulega sterk miðað við stöðu kvenna víða annars staðar. Hitt má ekki gleymast að verkefnin eru næg hér heima fyrir. Á síðasta ári leituðu til dæmis 547 einstaklingar til Stígamóta og það sem af er þessu ári hafa 530 konur leitað til Kvennaathvarfs. Niðurskurðarhnífurinn hefur hangið yfir neyðarmóttöku kvenna um nokkurt skeið. Tilkoma neyðarmóttökunnar var bylting í móttöku þeirra sem fyrir þeirri óhamingju verða að vera nauðgað. Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur við upphaf 16 daga átaksins um að staðið yrði vörð um neyðarmóttökuna í niðurskurðarvinnunni er því mikið gleðiefni. Fréttir um að aldurshópurinn tólf til átján ára sé stærsti einstaki hópurinn sem til neyðarmóttökunnar leitar segja sína sögu um það grimmilega ofbeldi sem fer fram, einnig gegn stúlkum á barnsaldri, hér á landi. Það er algert lágmark að ekki verði dregið úr þeirri þjónustu sem þegar er veitt konum og stúlkum sem verða fyrir nauðgun. Næsta skref er að fjölga kærum, ákærum og dómum í þessum málaflokki og lokamarkmiðið getur aldrei verið annað en að útrýma óværunni. Skilgreiningin á orðinu nauðgun samkvæmt orðabók er að hafa samfarir við manneskju gegn vilja hennar. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir bendir í bók sinni Á mannamáli sem út kom fyrr í haust að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt núgildandi íslenskum lögum sé með öðrum hætti. Ákæruvaldið verði að sanna að kynmök hafi verið knúin fram með valdbeitingu, þ.e. ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung. Í engilsaxneskum rétti er nauðgun hins vegar skilgreind út frá samþykki. Samræði telst sem sagt nauðgun ef annar aðilinn er því ekki samþykkur, jafnvel þótt hann, eða öllu heldur hún í flestum tilvikum, verjist ekki. Valdbeitingin er þannig ekki þáttur í skilgreiningu á nauðgunarhugtakinu í engilsaxneskum rétti fremur en í íslensku orðabókinni. Fyrir liggur að stjarfi eða getuleysi til athafna eru náttúruleg viðbrögð við áfalli. Því er ljóst að nauðgun getur átt sér stað, og á sér oft stað, án þess að viðnám sé veitt. Glæpurinn er hins vegar nákvæmlega sá sami því líkamlegir áverkar blikna samanborið við þá andlegu áverka sem af nauðguninni hljótast. Það væri því mikil réttarbót að nauðgun væri skilgreind í lögum út frá samþykki fremur en valdbeitingu. Þetta er eitt fjölmargra verkefna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. Þetta er sláandi fullyrðing en sönn. Nú stendur yfir árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið 16 daga átaksins er að vekja athygli á að kynbundið ofbeldi ógnar lífi og heilsu kvenna um allan heim og ekki síður að knýja á um afnám þess. Okkur er alltaf hollt að vera minnt á það grimmilega ofbeldi sem konur verða fyrir um víða veröld og hver hönd sem lögð er á plóginn í vinnunni gegn því er mikilvæg. Staða íslenskra kvenna er vissulega sterk miðað við stöðu kvenna víða annars staðar. Hitt má ekki gleymast að verkefnin eru næg hér heima fyrir. Á síðasta ári leituðu til dæmis 547 einstaklingar til Stígamóta og það sem af er þessu ári hafa 530 konur leitað til Kvennaathvarfs. Niðurskurðarhnífurinn hefur hangið yfir neyðarmóttöku kvenna um nokkurt skeið. Tilkoma neyðarmóttökunnar var bylting í móttöku þeirra sem fyrir þeirri óhamingju verða að vera nauðgað. Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur við upphaf 16 daga átaksins um að staðið yrði vörð um neyðarmóttökuna í niðurskurðarvinnunni er því mikið gleðiefni. Fréttir um að aldurshópurinn tólf til átján ára sé stærsti einstaki hópurinn sem til neyðarmóttökunnar leitar segja sína sögu um það grimmilega ofbeldi sem fer fram, einnig gegn stúlkum á barnsaldri, hér á landi. Það er algert lágmark að ekki verði dregið úr þeirri þjónustu sem þegar er veitt konum og stúlkum sem verða fyrir nauðgun. Næsta skref er að fjölga kærum, ákærum og dómum í þessum málaflokki og lokamarkmiðið getur aldrei verið annað en að útrýma óværunni. Skilgreiningin á orðinu nauðgun samkvæmt orðabók er að hafa samfarir við manneskju gegn vilja hennar. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir bendir í bók sinni Á mannamáli sem út kom fyrr í haust að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt núgildandi íslenskum lögum sé með öðrum hætti. Ákæruvaldið verði að sanna að kynmök hafi verið knúin fram með valdbeitingu, þ.e. ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung. Í engilsaxneskum rétti er nauðgun hins vegar skilgreind út frá samþykki. Samræði telst sem sagt nauðgun ef annar aðilinn er því ekki samþykkur, jafnvel þótt hann, eða öllu heldur hún í flestum tilvikum, verjist ekki. Valdbeitingin er þannig ekki þáttur í skilgreiningu á nauðgunarhugtakinu í engilsaxneskum rétti fremur en í íslensku orðabókinni. Fyrir liggur að stjarfi eða getuleysi til athafna eru náttúruleg viðbrögð við áfalli. Því er ljóst að nauðgun getur átt sér stað, og á sér oft stað, án þess að viðnám sé veitt. Glæpurinn er hins vegar nákvæmlega sá sami því líkamlegir áverkar blikna samanborið við þá andlegu áverka sem af nauðguninni hljótast. Það væri því mikil réttarbót að nauðgun væri skilgreind í lögum út frá samþykki fremur en valdbeitingu. Þetta er eitt fjölmargra verkefna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi heima fyrir.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar