Níundi nóvember Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 11. nóvember 2009 06:00 Í Íslandssögunni er níundi nóvember dagur Gúttóslagsins. Árið var 1932 og fimmti hver maður atvinnulaus. Lækka átti kaup um þriðjung og stéttaátök brutust út í uppþoti á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík þar sem kauplækkun var til afgreiðslu og síðar götubardagar. Yfir 20 lögregluþjónar særðust og verkamenn virtust hafa Reykjavík á valdi sínu. Árið 1989 var Berlínarmúrinn brotinn niður á sama degi og alþýða manna sprangaði frjáls milli austurs og vesturs. Þessa ánægjulega atburðar hefur rækilega verið minnst síðustu vikur og mánuði í flestum fjölmiðlum. Það er hins vegar visst tómahljóð í fögnuði yfir falli Berlínarmúrsins, þegar hvergi er minnst á annan múr sem stendur og er margfalt lengri og þrisvar sinnum hærri en Berlínarmúrinn var. Það er aðskilnaðarmúrinn í Palestínu sem Ísraelsstjórn heldur áfram að lengja og stækka, þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag í júlí 2004. Þá var múrinn dæmdur ólögmætur, Ísraelsstjórn gert að rífa hann og bæta Palestínumönnum tjón sem múrinn hefur valdið. Aðskilnaðarmúrinn er reistur á landi Palestínumanna en fer ekki eftir landamærum. Með byggingu hans eru Palestínumenn lokaðir inni, lokaðir hver frá öðrum, lokaðir frá sínu ræktarlandi, lokaðir frá ættingjum og vinum, lokaðir frá sjúkrahúsum og skólum. Síðan ræðst herinn inn á þessi innilokuðu svæði, drepur fólk og fangelsar. Landtökuliðið gengur oft enn lengra í árásum á palestínsku íbúana í skjóli hersins. Smám saman er byggðum á Vesturbakkanum breytt í útrýmingarbúðir eins og búið er að gera Gaza-svæðið. Það er ekki á valdi Palestínumanna að rífa múrinn. Það hvílir á hverri einustu aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna að knýja á Ísraelsstjórn að fara að alþjóðalögum. Ísland er ekki undanskilið í þeim efnum. Það þarf sameiginlegt átak í öllum löndum til að brjóta ísraelsku aðskilnaðarstefnuna á bak aftur, rétt eins og gert var gagnvart Suður-Afríku. Fögnum falli Berlínarmúrsins, en minnumst þess að annar múr, ekki síður óhugnanlegur, er veruleiki sem blasir við íbúum Vesturbakkans og Jerúsalem. Í vikunni frá 9.-16. nóvember mun alþjóðleg samstöðuhreyfing efna til ýmissa atburða gegn múrnum og umsátrinu um Gaza. Leggjum okkar af mörkum. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í Íslandssögunni er níundi nóvember dagur Gúttóslagsins. Árið var 1932 og fimmti hver maður atvinnulaus. Lækka átti kaup um þriðjung og stéttaátök brutust út í uppþoti á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík þar sem kauplækkun var til afgreiðslu og síðar götubardagar. Yfir 20 lögregluþjónar særðust og verkamenn virtust hafa Reykjavík á valdi sínu. Árið 1989 var Berlínarmúrinn brotinn niður á sama degi og alþýða manna sprangaði frjáls milli austurs og vesturs. Þessa ánægjulega atburðar hefur rækilega verið minnst síðustu vikur og mánuði í flestum fjölmiðlum. Það er hins vegar visst tómahljóð í fögnuði yfir falli Berlínarmúrsins, þegar hvergi er minnst á annan múr sem stendur og er margfalt lengri og þrisvar sinnum hærri en Berlínarmúrinn var. Það er aðskilnaðarmúrinn í Palestínu sem Ísraelsstjórn heldur áfram að lengja og stækka, þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag í júlí 2004. Þá var múrinn dæmdur ólögmætur, Ísraelsstjórn gert að rífa hann og bæta Palestínumönnum tjón sem múrinn hefur valdið. Aðskilnaðarmúrinn er reistur á landi Palestínumanna en fer ekki eftir landamærum. Með byggingu hans eru Palestínumenn lokaðir inni, lokaðir hver frá öðrum, lokaðir frá sínu ræktarlandi, lokaðir frá ættingjum og vinum, lokaðir frá sjúkrahúsum og skólum. Síðan ræðst herinn inn á þessi innilokuðu svæði, drepur fólk og fangelsar. Landtökuliðið gengur oft enn lengra í árásum á palestínsku íbúana í skjóli hersins. Smám saman er byggðum á Vesturbakkanum breytt í útrýmingarbúðir eins og búið er að gera Gaza-svæðið. Það er ekki á valdi Palestínumanna að rífa múrinn. Það hvílir á hverri einustu aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna að knýja á Ísraelsstjórn að fara að alþjóðalögum. Ísland er ekki undanskilið í þeim efnum. Það þarf sameiginlegt átak í öllum löndum til að brjóta ísraelsku aðskilnaðarstefnuna á bak aftur, rétt eins og gert var gagnvart Suður-Afríku. Fögnum falli Berlínarmúrsins, en minnumst þess að annar múr, ekki síður óhugnanlegur, er veruleiki sem blasir við íbúum Vesturbakkans og Jerúsalem. Í vikunni frá 9.-16. nóvember mun alþjóðleg samstöðuhreyfing efna til ýmissa atburða gegn múrnum og umsátrinu um Gaza. Leggjum okkar af mörkum. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun