Innlent

LÍÚ telur strandveiðarnar ekki mikið gæfuspor

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að hann telji strandveiðarnar sem Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra boðaði í dag ekki vera mikið gæfuspor. Þarna sé verið að taka afla frá útgerðum/sjómönnum sem stunda atvinnuveiðar og flytja yfir í einhvern annan flokk.

„Málið er að svona nokkuð hefur verið reynt oft áður og niðurstaðan hefur ætíð verið sú sama að málið hefur sprungið framan í andlit manna," segir Friðrik. „Þróunin hefur alltaf orðið sú að menn heimta meiri og meiri afla eftir því sem lengra líður frá ákvörðuninni."

Friðrik segir að hið jákvæða í málinu sé að búið er að leggja niður byggðakvótann. Hinsvegar hafi það bara ekki verið gert með réttum hætti. Þá kemur einnig fram í máli hans að sjávarútvegsráðherra hafði ekki samráð við LÍÚ áður en hann tók þessa ákvörðun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×