Körfubolti

Obama er liðtækur í körfubolta (myndband)

Barack Obama er yfirlýstur stuðningsmaður Chicago Bulls
Barack Obama er yfirlýstur stuðningsmaður Chicago Bulls AFP

Barack Obama tekur í dag við embætti forseta Bandaríkjanna og hefur NBA deildin boðist til að innrétta körfuboltavöll í fullri stærð inni í Hvíta húsinu af því tilefni.

Obama er mikill áhugamaður um körfubolta og lætur sér tæplega nægja hálfa völlinn sem staðsettur er fyrir utan Hvíta húsið.

Obama hefur oftar en einu sinni tekið fram körfuboltaskóna í kosningaherferð sinni og nú er svo komið að forseti Washington Wizards hefur lofað forsetanum að spila á heimavelli liðsins þegar honum sýnist.

Þegar forsetinn var yngri var hann með veggspjald af Julius Earving uppi á vegg í herberginu sínu eins og aðrir ungir menn á þeim tíma og dreymdi um að verða körfuboltastjarna eins og "Doktorinn."

Á Youtube má nú sjá skemmtilega syrpu sem tekin hefur verið saman af forsetanum verðandi í körfubolta, bæði í kosningaherferðinni og frá dögum hans í skólaboltanum á árum áður.

Smelltu hér til að sjá forseta Bandaríkjanna leika listir sínar á körfuboltavellinum.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×