Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar þessa stundina við Kína um fimmta sætið á Algarve-bikarnum. Kína er komið 1-0 yfir en markið skoruðu þær kínversku á 21. mínútu.
Leikurinn byrjaði rólega en íslensku stelpurnar áttu fyrsta færið á 9. mínútu. Margrét Lára Viðarsdóttir lék þá á 2 leikmenn og kom boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem var í góðu færi en féll við áður en hún náði skoti.
Mark Kínverja kom úr miðjum vítateig á 21. mínútu. Sóknarmaður Kínverja var þar óvölduð og skoraði með óverjandi skoti.
Byrjunarlið íslenska liðsins á móti Kína (4-5-1):
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Sif Atladóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Varnartengilðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir
Sóknartengiliður: Margrét Lára Viðarsdóttir
Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir
Vinstri kantur: Dóra María Lárusdóttir
Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir
Þær María Björg Ágústsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru ekki á leikskýrslu vegna meiðsla.