Gatið hægra megin 27. nóvember 2009 06:00 Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun