Efnt til illdeilna Kristinn H. Gunnarsson skrifar 8. júlí 2009 03:00 Í mánudagsblaðinu skrifar Steinunn Stefánsdóttir skoðun blaðsins með þeim einarða ásetningi að efna til illdeilna við fólk á landsbyggðinni. Hún ber þær sakir á samgönguráðherra undanfarinna áratuga að þeir hafi stjórnast af kjördæmapoti við ákvörðun verkefna í vegagerð og að þeir beri ábyrgð á banaslysum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hún leggst gegn verkefnum á landsbyggðinni „þar til framkvæmdum við allra fjölförnustu hluta þjóðvegar eitt er lokið". Málflutningurinn er ósannur, höfuðborgarsvæðið hefur stækkað og eflst vegna þess að samgöngurnar þar hafa verið góðar og mætt kröfum íbúanna og atvinnufyrirtækja. Málflutningurinn er ósæmilegur vegna þess að beinlínis er sagt að bregðast eigi við dauðsföllum eða slysum sem verða á höfuðborgarsvæðinu en ekki annars staðar, fyrr en seinna. Málflutningurinn er óheiðarlegur vegna þess að hann vegur að æru heiðarlegra manna sem verið hafa samgönguráðherrar. Málflutningurinn er óvandaður vegna þess að hann tekur ekki mið af fyrirliggjandi staðreyndum um umferðaröryggismál. Í skýrslu á vegum Vegagerðarinnar um arðsemi og ávinning af vegaframkvæmdum segir að banaslys séu blessunarlega svo fátíð að staðsetning þeirra sé tilviljunarkennd. Önnur skýrsla frá 2005 um umferðarslys erlendra ferðamanna 2000-2004 dregur fram að öll 7 banaslysin á tímabilinu urðu á landsbyggðinni og að auki 63% af slysunum. Til er skýrsla frá maí 2007 um tillögur að úrbótum á umhverfi vega. Þar segir að brýnasta atriðið sé að hreinsa öryggissvæði við vegi í dreifbýli og hafa viðunandi halla á fláanum. Enn má nefna að fram kemur í gögnum Vegagerðarinnar að 57% af umferð á þjóðvegum landsins árið 2007 hafi verið í dreifbýli. Fleira þarf að gera til þess að draga úr slysum en bæta vegi og fleira ræður arðsemismati á framkvæmd en slysatíðnin ein. Fréttablaðið ætti ekki að skrifa fleiri leiðara af þessu tagi. Frekar á að skrifa þjóðina saman en í sundur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í mánudagsblaðinu skrifar Steinunn Stefánsdóttir skoðun blaðsins með þeim einarða ásetningi að efna til illdeilna við fólk á landsbyggðinni. Hún ber þær sakir á samgönguráðherra undanfarinna áratuga að þeir hafi stjórnast af kjördæmapoti við ákvörðun verkefna í vegagerð og að þeir beri ábyrgð á banaslysum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hún leggst gegn verkefnum á landsbyggðinni „þar til framkvæmdum við allra fjölförnustu hluta þjóðvegar eitt er lokið". Málflutningurinn er ósannur, höfuðborgarsvæðið hefur stækkað og eflst vegna þess að samgöngurnar þar hafa verið góðar og mætt kröfum íbúanna og atvinnufyrirtækja. Málflutningurinn er ósæmilegur vegna þess að beinlínis er sagt að bregðast eigi við dauðsföllum eða slysum sem verða á höfuðborgarsvæðinu en ekki annars staðar, fyrr en seinna. Málflutningurinn er óheiðarlegur vegna þess að hann vegur að æru heiðarlegra manna sem verið hafa samgönguráðherrar. Málflutningurinn er óvandaður vegna þess að hann tekur ekki mið af fyrirliggjandi staðreyndum um umferðaröryggismál. Í skýrslu á vegum Vegagerðarinnar um arðsemi og ávinning af vegaframkvæmdum segir að banaslys séu blessunarlega svo fátíð að staðsetning þeirra sé tilviljunarkennd. Önnur skýrsla frá 2005 um umferðarslys erlendra ferðamanna 2000-2004 dregur fram að öll 7 banaslysin á tímabilinu urðu á landsbyggðinni og að auki 63% af slysunum. Til er skýrsla frá maí 2007 um tillögur að úrbótum á umhverfi vega. Þar segir að brýnasta atriðið sé að hreinsa öryggissvæði við vegi í dreifbýli og hafa viðunandi halla á fláanum. Enn má nefna að fram kemur í gögnum Vegagerðarinnar að 57% af umferð á þjóðvegum landsins árið 2007 hafi verið í dreifbýli. Fleira þarf að gera til þess að draga úr slysum en bæta vegi og fleira ræður arðsemismati á framkvæmd en slysatíðnin ein. Fréttablaðið ætti ekki að skrifa fleiri leiðara af þessu tagi. Frekar á að skrifa þjóðina saman en í sundur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun