Kvenlíkaminn vígvöllur í stríði Magnea Marinósdóttir skrifar 26. nóvember 2009 06:00 Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum" voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Eftir þjóðarmorðin í Bosníu og Rúanda urðu hins vegar þau vatnaskil að stofnaðir voru sérstakir dómstólar til að dæma stríðsglæpamenn og voru nauðganir meðal kæruatriða. Sakfellingar hafa ekki verið margar. Allar sakfellingar hafa þó mikið vægi til að vega upp á móti því refsileysi sem hefur verið við lýði gagnvart nauðgunum í stríði og ekki síður á friðartímum. Eftir því sem konur eru undirokaðri í samfélögum sínum á friðartímum, því hörmulegra verður ofbeldið á stríðstímum. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt árið 2000. Samþykktin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að raunverulegur friður og öryggi séu ekki fyrir hendi ef helmingur mannkyns býr í skugga ofbeldis og ótta. Ályktunin felur í sér endurskilgreiningu öryggishugtaksins frá því að vera takmarkað við þjóðaröryggi ríkisins yfir í mannöryggi, sem lýtur að öryggi einstaklinga eða hópa. Ályktunin var mikill áfangasigur í mannréttindabaráttu kvenna. Nú, níu árum síðar, hefur öryggisráð SÞ auk þess samþykkt ályktun 1820 sem fordæmir notkun kynbundins ofbeldis sem vopn í stríðsátökum, 1888 sem skerpir á skyldum friðargæslusveita að vernda sérstaklega konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og 1889 sem áréttar mikilvægi þess að konur komi að friðaruppbyggingu eftir stríð. Lokaályktunin á að tryggja það að uppbygging eftir stríð skili sér ekki í afturhvarfi til fortíðar fyrir konur, endurreisn misréttis. Rúanda er dæmi um slíkt. Aukin völd kvenna í Rúanda eftir þjóðarmorðin 1994 hafa meðal annars leitt til þess að rótgróin feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum löndum og t.d. meina konum að eiga land, hafa verið afnumin auk þess sem lög hafa tekið gildi sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og annað misrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaformaður UNIFEM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum" voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Eftir þjóðarmorðin í Bosníu og Rúanda urðu hins vegar þau vatnaskil að stofnaðir voru sérstakir dómstólar til að dæma stríðsglæpamenn og voru nauðganir meðal kæruatriða. Sakfellingar hafa ekki verið margar. Allar sakfellingar hafa þó mikið vægi til að vega upp á móti því refsileysi sem hefur verið við lýði gagnvart nauðgunum í stríði og ekki síður á friðartímum. Eftir því sem konur eru undirokaðri í samfélögum sínum á friðartímum, því hörmulegra verður ofbeldið á stríðstímum. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt árið 2000. Samþykktin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að raunverulegur friður og öryggi séu ekki fyrir hendi ef helmingur mannkyns býr í skugga ofbeldis og ótta. Ályktunin felur í sér endurskilgreiningu öryggishugtaksins frá því að vera takmarkað við þjóðaröryggi ríkisins yfir í mannöryggi, sem lýtur að öryggi einstaklinga eða hópa. Ályktunin var mikill áfangasigur í mannréttindabaráttu kvenna. Nú, níu árum síðar, hefur öryggisráð SÞ auk þess samþykkt ályktun 1820 sem fordæmir notkun kynbundins ofbeldis sem vopn í stríðsátökum, 1888 sem skerpir á skyldum friðargæslusveita að vernda sérstaklega konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og 1889 sem áréttar mikilvægi þess að konur komi að friðaruppbyggingu eftir stríð. Lokaályktunin á að tryggja það að uppbygging eftir stríð skili sér ekki í afturhvarfi til fortíðar fyrir konur, endurreisn misréttis. Rúanda er dæmi um slíkt. Aukin völd kvenna í Rúanda eftir þjóðarmorðin 1994 hafa meðal annars leitt til þess að rótgróin feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum löndum og t.d. meina konum að eiga land, hafa verið afnumin auk þess sem lög hafa tekið gildi sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og annað misrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaformaður UNIFEM á Íslandi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun