Keflvíkingar slógu FH-inga út úr bikarnum annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2009 17:11 Símun Samuelsen er búinn að eiga mjög góðan leik hjá Keflavík. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn. Keflvíingar hertu enn takið sitt á FH-ingum með þessum sigri í kvöld. Keflavík hefur nú tekið fjögur stig á móti FH í Pepsi-deildinni og slegið þá út úr bikarnum. Keflavík er eina íslenska liðið sem hefur tekið stig af meisturum á þessu tímabili. Færeyingurinn Símun Samuelsen átti sannkallaðan stórleik í gær og réðu FH-ingar hreinlega ekkert við hann. Simun átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins sem var sjálfsmark Tommy Nielsen 20. mínútu en hann bætti um betur með því að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum í seini hálfleik. Skömmu eftir að Keflvíkingar komust 3-0 yfir misstu þeir mann af velli þegar Garðar Örn Hinriksson gaf Jóhanni Birni Guðmundssyni sitt annað gula spjald. FH-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum einum manni fleiri og Atli Guðnason minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu. FH-ingar skoruðu fljótlega tvö mörk til viðbótar en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu. FH-ingar reyndu allt sem þeir gátu til að minnka muninn það sem eftir lifði leiksins og oft skall hurð nærri hælum en þeir náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum. Lasse Jörgensen var alltaf réttur maður á réttum stað í marki Keflavíkur sama hvað þeir reyndu FH-ingar þurfa því enn á ný að sætta sig við það að detta út úr bikarkeppninni en þrátt fyrir yfirburði og fjóra Íslandsmeistaratitla á síðustu fimm árum hefur þeim aðeins einu sinni tekist að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Keflavík - FH 3-1 (1-0) 1-0 Sjálfsmark Tommy Nielsen (20.) 2-0 Símun Samuelsen (48.) 3-0 Símun Samuelsen (58.) 3-1 Atli Guðnason (71.) Rautt spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (60., tvö gul) Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn. Keflvíingar hertu enn takið sitt á FH-ingum með þessum sigri í kvöld. Keflavík hefur nú tekið fjögur stig á móti FH í Pepsi-deildinni og slegið þá út úr bikarnum. Keflavík er eina íslenska liðið sem hefur tekið stig af meisturum á þessu tímabili. Færeyingurinn Símun Samuelsen átti sannkallaðan stórleik í gær og réðu FH-ingar hreinlega ekkert við hann. Simun átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins sem var sjálfsmark Tommy Nielsen 20. mínútu en hann bætti um betur með því að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum í seini hálfleik. Skömmu eftir að Keflvíkingar komust 3-0 yfir misstu þeir mann af velli þegar Garðar Örn Hinriksson gaf Jóhanni Birni Guðmundssyni sitt annað gula spjald. FH-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum einum manni fleiri og Atli Guðnason minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu. FH-ingar skoruðu fljótlega tvö mörk til viðbótar en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu. FH-ingar reyndu allt sem þeir gátu til að minnka muninn það sem eftir lifði leiksins og oft skall hurð nærri hælum en þeir náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum. Lasse Jörgensen var alltaf réttur maður á réttum stað í marki Keflavíkur sama hvað þeir reyndu FH-ingar þurfa því enn á ný að sætta sig við það að detta út úr bikarkeppninni en þrátt fyrir yfirburði og fjóra Íslandsmeistaratitla á síðustu fimm árum hefur þeim aðeins einu sinni tekist að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Keflavík - FH 3-1 (1-0) 1-0 Sjálfsmark Tommy Nielsen (20.) 2-0 Símun Samuelsen (48.) 3-0 Símun Samuelsen (58.) 3-1 Atli Guðnason (71.) Rautt spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (60., tvö gul)
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti