Snorri Steinn: Hefur ekki liðið svona vel í mörg ár Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:30 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Pjetur Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn