Snorri Steinn: Hefur ekki liðið svona vel í mörg ár Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:30 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Pjetur Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira