Úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu fer fram klukkan 19.15 í Egilshöll í kvöld.
Þar mætast KR og Fylkir. KR er enginn nýliði í þessum leik og hefur unnið bikarinn 35 sinnum en Fylkir aðeins fjórum sinnum.
KR lagði Fram í undanúrslitum, 3-2, og Fylkir skellti Fjölni, 4-2.
Dómari leiksins er Eyjólfur Magnús Kristinsson en aðstoðarmenn eru Oddbergur Eiríksson og Smári Stefánsson.
Þess má geta að það kostar ekkert á leikinn og því tilvalið að skella sér í Egilshöllina í kvöld.