Innlent

Aldrei verið beðinn um eitthvað í staðinn fyrir styrki

Guðlaugur Þór Þórðarson segir að styrkupphæðin hafi ekki verið há mðað við það umhverfi sem var.
Guðlaugur Þór Þórðarson segir að styrkupphæðin hafi ekki verið há mðað við það umhverfi sem var.
„Miðað vð það umhverfi sem þá var þá þóttu þetta ekki háar fjárhæðir," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um styrkveitingar vegna prófkjöra. Fram hefur komið í fjölmðlum að Guðlaugur Þór fékk samtals 4 milljónir króna frá FL Group og Baugi vegna styrkja.

„Aldrei neinn farið fram á neitt slíkt við mig," sagði Guðlaugur á borgarafundi, sem sjónvarpað var á RÚV í kvöld, þegar hann var spurður að því hvort hann teldi að fyrirtæki vildu fá eitthvað í staðin þegar að þau gæfu styrki eins og þessa. „Ég hef aldrei hyglað einu eða neinu fyrirtæki og mun ekki gera það," sagði Guðlaugur.

Össur Skarphéðinsson sagði að styrkir fyrirtækja til stjórnmálastarfa hefðu farið úr böndunum. Þetta hafi gerst í umhverfi þar sem menn hafi verið að reka stór og þung prófkjör. Hann sagðist sjálfur hafa þegið styrki yfir 500 þúsund krónum en aldrei yfir einni milljón króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×