Hverju einustu krónu til baka 8. janúar 2009 00:01 Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. Ekki er lengra síðan en í apríl síðastliðnum að Björgólfur Thor Björgólfsson var sagður í hópi þrjátíu ríkustu manna á Bretlandseyjum. Þótt hann hafi eins og aðrir misst hlut sinn í Landsbankanum þegar bankinn hrundi þarf ekkert að efast um að eignir hans og annarra auðmanna eru enn gríðarlegar. En enginn veit hverjar raunverulegar eignir þessara manna eru. Enginn nema innvígðir fá heldur að vita hvað komið hefur út úr rannsóknarskýrslum endurskoðunarfyrirtækja á aðdraganda bankahrunsins um hvort lög hafi verið brotin. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að almenningur fái hugsanlega útdrátt úr skýrslunum þegar „fagmenn" hafa farið yfir þær. Það er að segja: kannski. Stundum er engu líkara en valdamenn þessa lands séu að hvetja til uppreisnar í landinu. Almenningur sem á að borga brúsann fær kannski - kannski! - að vita hvað það er sem honum verður gert að greiða fyrir. Krafan er allt upp á borðið, allar upplýsingar opinberaðar, allar eignir þeirra auðmanna, sem ábyrgir eru fyrir hruninu, verði fundnar og séð til þess að hver einasta króna í þeirra fórum verði látin ganga upp í skuldir áður en þjóðin verður látin blæða. Er til of mikils mælst? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. Ekki er lengra síðan en í apríl síðastliðnum að Björgólfur Thor Björgólfsson var sagður í hópi þrjátíu ríkustu manna á Bretlandseyjum. Þótt hann hafi eins og aðrir misst hlut sinn í Landsbankanum þegar bankinn hrundi þarf ekkert að efast um að eignir hans og annarra auðmanna eru enn gríðarlegar. En enginn veit hverjar raunverulegar eignir þessara manna eru. Enginn nema innvígðir fá heldur að vita hvað komið hefur út úr rannsóknarskýrslum endurskoðunarfyrirtækja á aðdraganda bankahrunsins um hvort lög hafi verið brotin. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að almenningur fái hugsanlega útdrátt úr skýrslunum þegar „fagmenn" hafa farið yfir þær. Það er að segja: kannski. Stundum er engu líkara en valdamenn þessa lands séu að hvetja til uppreisnar í landinu. Almenningur sem á að borga brúsann fær kannski - kannski! - að vita hvað það er sem honum verður gert að greiða fyrir. Krafan er allt upp á borðið, allar upplýsingar opinberaðar, allar eignir þeirra auðmanna, sem ábyrgir eru fyrir hruninu, verði fundnar og séð til þess að hver einasta króna í þeirra fórum verði látin ganga upp í skuldir áður en þjóðin verður látin blæða. Er til of mikils mælst? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar