Ekki lokahópur fyrir EM í Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2009 07:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari býr íslenska landsliðið undir EM í Austurríki. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið kom saman í gær í fyrsta sinn síðan í vor og mun æfa saman alla þessa viku. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að vegna mikilla meiðsla og fjarveru leikmanna á undanförnu ári sé hann nú með flesta af sínum sterkustu leikmönnum saman á einum stað í fyrsta sinn í fjórtán mánuði – síðan Ólympíuleikunum lauk í Peking. Þrír eru reyndar fjarverandi nú vegna meiðsla: Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson. Ákveðið var af þessum sökum að þessi vika yrði undirlögð af æfingum og ekki yrðu spilaðir æfingaleikir við aðrar þjóðir eins og oft hefur tíðkast þegar landsliðið kemur saman. „Þegar verst lét vantaði níu Ólympíufara í landsliðið og því var ákveðið að nýta þessa viku til að æfa liðið saman, rifja upp það sem við höfum verið að gera og koma okkur í gang. Við munum æfa leikkerfi, varnarleik, hraðaupphlaup og flest það sem snertir okkar leik,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Til stendur svo að leika svokallaðan pressuleik gegn úrvalsliði úr N1-deild karla sem íþróttafréttamenn munu sjá um að velja. Það verður kærkomið tækifæri fyrir Guðmund að sjá leikmenn sem spila hér á landi þar sem hann er alla jafna í Danmörku en þar starfar hann sem þjálfari GOG. Hann hefur þó fylgst vel með íslenska boltanum. „Ég er með tvo fulltrúa hér á landi, þá Óskar [Bjarna Óskarsson] og Gunnar [Magnússon] sem eru báðir þjálfarar í N1-deildinni. Ég tala mikið við þá og heyri þannig hvað er að gerast í handboltanum hér heima. En okkar leikmenn eru dreifðir um alla Evrópu og ekki get ég verið alls staðar í einu, frekar en aðrir landsliðsþjálfarar. Því er gott að eiga góða aðstoðarmenn að.“ Guðmundur valdi átján leikmenn að þessu sinni en segir að þeir sem ekki fengu tækifæri nú eiga enn möguleika á að komast með á Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næstkomandi. „Landsliðshópurinn getur vel breyst fyrir þann tíma og aðrir eiga hiklaust enn möguleika á að vinna sér sæti í hópnum. Það á enginn öruggt sæti í landsliðinu.“ Ólafur Stefánsson gefur nú kost á sér í landsliðið í fyrsta sinn síðan á ÓL í Peking. Guðmundur fagnar því mjög. „Það lá fyrir að Ólafur ætlaði að skoða sinn hug og nú hefur hann ákveðið að gefa kost á sér aftur. En hann þarf að berjast fyrir sinni stöðu eins og allir aðrir.“ Hann segir að vel gangi að sameina starf sitt sem landsliðsþjálfari og þjálfarastarf sitt í Danmörku. „Það er frekar kostur en hitt. Ég kem nú ferskur inn í landsliðið með nýjar hugmyndir enda er ég nú að helga mig þjálfarastarfinu algerlega. Það gefur mér einnig kost á því að fylgjast mjög vel með og hef ég séð marga leiki, þó aðallega í Þýskalandi og Danmörku.“ GOG komst í fréttirnar í sumar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins en nú horfir til betri vegar í þeim málum. „Það var mikil óvissa en mér sýnist að menn séu að ná tökum á þessu. Ég vona það allavega. Liðinu hefur gengið vel. Við höfum náð í fjórtán stig af sextán mögulegum í deildinni og erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni. Ég er því hæstánægður í Danmörku.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslenska landsliðið kom saman í gær í fyrsta sinn síðan í vor og mun æfa saman alla þessa viku. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að vegna mikilla meiðsla og fjarveru leikmanna á undanförnu ári sé hann nú með flesta af sínum sterkustu leikmönnum saman á einum stað í fyrsta sinn í fjórtán mánuði – síðan Ólympíuleikunum lauk í Peking. Þrír eru reyndar fjarverandi nú vegna meiðsla: Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson. Ákveðið var af þessum sökum að þessi vika yrði undirlögð af æfingum og ekki yrðu spilaðir æfingaleikir við aðrar þjóðir eins og oft hefur tíðkast þegar landsliðið kemur saman. „Þegar verst lét vantaði níu Ólympíufara í landsliðið og því var ákveðið að nýta þessa viku til að æfa liðið saman, rifja upp það sem við höfum verið að gera og koma okkur í gang. Við munum æfa leikkerfi, varnarleik, hraðaupphlaup og flest það sem snertir okkar leik,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Til stendur svo að leika svokallaðan pressuleik gegn úrvalsliði úr N1-deild karla sem íþróttafréttamenn munu sjá um að velja. Það verður kærkomið tækifæri fyrir Guðmund að sjá leikmenn sem spila hér á landi þar sem hann er alla jafna í Danmörku en þar starfar hann sem þjálfari GOG. Hann hefur þó fylgst vel með íslenska boltanum. „Ég er með tvo fulltrúa hér á landi, þá Óskar [Bjarna Óskarsson] og Gunnar [Magnússon] sem eru báðir þjálfarar í N1-deildinni. Ég tala mikið við þá og heyri þannig hvað er að gerast í handboltanum hér heima. En okkar leikmenn eru dreifðir um alla Evrópu og ekki get ég verið alls staðar í einu, frekar en aðrir landsliðsþjálfarar. Því er gott að eiga góða aðstoðarmenn að.“ Guðmundur valdi átján leikmenn að þessu sinni en segir að þeir sem ekki fengu tækifæri nú eiga enn möguleika á að komast með á Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næstkomandi. „Landsliðshópurinn getur vel breyst fyrir þann tíma og aðrir eiga hiklaust enn möguleika á að vinna sér sæti í hópnum. Það á enginn öruggt sæti í landsliðinu.“ Ólafur Stefánsson gefur nú kost á sér í landsliðið í fyrsta sinn síðan á ÓL í Peking. Guðmundur fagnar því mjög. „Það lá fyrir að Ólafur ætlaði að skoða sinn hug og nú hefur hann ákveðið að gefa kost á sér aftur. En hann þarf að berjast fyrir sinni stöðu eins og allir aðrir.“ Hann segir að vel gangi að sameina starf sitt sem landsliðsþjálfari og þjálfarastarf sitt í Danmörku. „Það er frekar kostur en hitt. Ég kem nú ferskur inn í landsliðið með nýjar hugmyndir enda er ég nú að helga mig þjálfarastarfinu algerlega. Það gefur mér einnig kost á því að fylgjast mjög vel með og hef ég séð marga leiki, þó aðallega í Þýskalandi og Danmörku.“ GOG komst í fréttirnar í sumar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins en nú horfir til betri vegar í þeim málum. „Það var mikil óvissa en mér sýnist að menn séu að ná tökum á þessu. Ég vona það allavega. Liðinu hefur gengið vel. Við höfum náð í fjórtán stig af sextán mögulegum í deildinni og erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni. Ég er því hæstánægður í Danmörku.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira