Ekki okra á örygginu Andrés Ingi Jónsson skrifar 1. október 2009 06:00 :Á alþjóðlega getnaðarvarnadeginum sem haldinn var fyrr í vikunni bárust Íslendingum slæm tíðindi. Hrun hefur orðið í sölu smokka síðastliðið ár samhliða því að verð þeirra hefur tvöfaldast. Sömu sögu er að segja af öðrum getnaðarvörnum. Þetta er heilbrigðisvandamál og félagslegt mein sem verður að bregðast við. Þetta er vandamál sem snertir ungt fólk sérstaklega mikið. Þó að nú sé kreppa mega stjórnvöld ekki skorast undan því að tryggja aðgengi að ódýrum og öruggum getnaðarvörnum. Árlega smitast þúsundir af kynsjúkdómum hér á landi. Smokkurinn er eina vörnin gegn flestum þessara sjúkdóma. Reikniformúlan er einföld. Ódýrir smokkar eru frekar notaðir en dýrir. Ódýrir smokkar verja fólk fyrir sjúkdómum. Dýrari smokkar þýða að fleiri veikjast. Viljum við að pyngjan ráði því hvort fólk sé heilbrigt? Getnaðarvarnir gera fólki kleift að stjórna barneignum sínum, og hafa þannig verið mikilvægur þáttur í aukinni aðkomu kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins undanfarna áratugi - hvort sem er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða innan stjórnmálanna. Skert aðgengi að getnaðarvörnum hefur því í för með sér félagslegt óréttlæti, þar sem efnahagur fer að stýra því um of hversu mikinn þátt konur geta tekið í samfélaginu. Nóg er óréttlætið fyrir, þar sem ábyrgðinni á getnaðarvörnum er oftast að fullu velt yfir á konur. Óttinn við svínaflensuna varð til þess að bóluefni fyrir 380 milljónir króna var pantað. Bóluefni sem alls óvíst er að virki. Smokkurinn er hins vegar eina vörnin gegn klamydíu, sárasótt, lekanda og fleiri stórhættulegum sjúkdómum. Hvers vegna stökkva heilbrigðisyfirvöld ekki upp til handa og fóta til að sporna við þeim, líkt og þau gera vegna svínaflensunnar? Stjórnvöld verða að bregðast við þessu ekki seinna en strax. Höfundur situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
:Á alþjóðlega getnaðarvarnadeginum sem haldinn var fyrr í vikunni bárust Íslendingum slæm tíðindi. Hrun hefur orðið í sölu smokka síðastliðið ár samhliða því að verð þeirra hefur tvöfaldast. Sömu sögu er að segja af öðrum getnaðarvörnum. Þetta er heilbrigðisvandamál og félagslegt mein sem verður að bregðast við. Þetta er vandamál sem snertir ungt fólk sérstaklega mikið. Þó að nú sé kreppa mega stjórnvöld ekki skorast undan því að tryggja aðgengi að ódýrum og öruggum getnaðarvörnum. Árlega smitast þúsundir af kynsjúkdómum hér á landi. Smokkurinn er eina vörnin gegn flestum þessara sjúkdóma. Reikniformúlan er einföld. Ódýrir smokkar eru frekar notaðir en dýrir. Ódýrir smokkar verja fólk fyrir sjúkdómum. Dýrari smokkar þýða að fleiri veikjast. Viljum við að pyngjan ráði því hvort fólk sé heilbrigt? Getnaðarvarnir gera fólki kleift að stjórna barneignum sínum, og hafa þannig verið mikilvægur þáttur í aukinni aðkomu kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins undanfarna áratugi - hvort sem er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða innan stjórnmálanna. Skert aðgengi að getnaðarvörnum hefur því í för með sér félagslegt óréttlæti, þar sem efnahagur fer að stýra því um of hversu mikinn þátt konur geta tekið í samfélaginu. Nóg er óréttlætið fyrir, þar sem ábyrgðinni á getnaðarvörnum er oftast að fullu velt yfir á konur. Óttinn við svínaflensuna varð til þess að bóluefni fyrir 380 milljónir króna var pantað. Bóluefni sem alls óvíst er að virki. Smokkurinn er hins vegar eina vörnin gegn klamydíu, sárasótt, lekanda og fleiri stórhættulegum sjúkdómum. Hvers vegna stökkva heilbrigðisyfirvöld ekki upp til handa og fóta til að sporna við þeim, líkt og þau gera vegna svínaflensunnar? Stjórnvöld verða að bregðast við þessu ekki seinna en strax. Höfundur situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun