Ekki okra á örygginu Andrés Ingi Jónsson skrifar 1. október 2009 06:00 :Á alþjóðlega getnaðarvarnadeginum sem haldinn var fyrr í vikunni bárust Íslendingum slæm tíðindi. Hrun hefur orðið í sölu smokka síðastliðið ár samhliða því að verð þeirra hefur tvöfaldast. Sömu sögu er að segja af öðrum getnaðarvörnum. Þetta er heilbrigðisvandamál og félagslegt mein sem verður að bregðast við. Þetta er vandamál sem snertir ungt fólk sérstaklega mikið. Þó að nú sé kreppa mega stjórnvöld ekki skorast undan því að tryggja aðgengi að ódýrum og öruggum getnaðarvörnum. Árlega smitast þúsundir af kynsjúkdómum hér á landi. Smokkurinn er eina vörnin gegn flestum þessara sjúkdóma. Reikniformúlan er einföld. Ódýrir smokkar eru frekar notaðir en dýrir. Ódýrir smokkar verja fólk fyrir sjúkdómum. Dýrari smokkar þýða að fleiri veikjast. Viljum við að pyngjan ráði því hvort fólk sé heilbrigt? Getnaðarvarnir gera fólki kleift að stjórna barneignum sínum, og hafa þannig verið mikilvægur þáttur í aukinni aðkomu kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins undanfarna áratugi - hvort sem er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða innan stjórnmálanna. Skert aðgengi að getnaðarvörnum hefur því í för með sér félagslegt óréttlæti, þar sem efnahagur fer að stýra því um of hversu mikinn þátt konur geta tekið í samfélaginu. Nóg er óréttlætið fyrir, þar sem ábyrgðinni á getnaðarvörnum er oftast að fullu velt yfir á konur. Óttinn við svínaflensuna varð til þess að bóluefni fyrir 380 milljónir króna var pantað. Bóluefni sem alls óvíst er að virki. Smokkurinn er hins vegar eina vörnin gegn klamydíu, sárasótt, lekanda og fleiri stórhættulegum sjúkdómum. Hvers vegna stökkva heilbrigðisyfirvöld ekki upp til handa og fóta til að sporna við þeim, líkt og þau gera vegna svínaflensunnar? Stjórnvöld verða að bregðast við þessu ekki seinna en strax. Höfundur situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
:Á alþjóðlega getnaðarvarnadeginum sem haldinn var fyrr í vikunni bárust Íslendingum slæm tíðindi. Hrun hefur orðið í sölu smokka síðastliðið ár samhliða því að verð þeirra hefur tvöfaldast. Sömu sögu er að segja af öðrum getnaðarvörnum. Þetta er heilbrigðisvandamál og félagslegt mein sem verður að bregðast við. Þetta er vandamál sem snertir ungt fólk sérstaklega mikið. Þó að nú sé kreppa mega stjórnvöld ekki skorast undan því að tryggja aðgengi að ódýrum og öruggum getnaðarvörnum. Árlega smitast þúsundir af kynsjúkdómum hér á landi. Smokkurinn er eina vörnin gegn flestum þessara sjúkdóma. Reikniformúlan er einföld. Ódýrir smokkar eru frekar notaðir en dýrir. Ódýrir smokkar verja fólk fyrir sjúkdómum. Dýrari smokkar þýða að fleiri veikjast. Viljum við að pyngjan ráði því hvort fólk sé heilbrigt? Getnaðarvarnir gera fólki kleift að stjórna barneignum sínum, og hafa þannig verið mikilvægur þáttur í aukinni aðkomu kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins undanfarna áratugi - hvort sem er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða innan stjórnmálanna. Skert aðgengi að getnaðarvörnum hefur því í för með sér félagslegt óréttlæti, þar sem efnahagur fer að stýra því um of hversu mikinn þátt konur geta tekið í samfélaginu. Nóg er óréttlætið fyrir, þar sem ábyrgðinni á getnaðarvörnum er oftast að fullu velt yfir á konur. Óttinn við svínaflensuna varð til þess að bóluefni fyrir 380 milljónir króna var pantað. Bóluefni sem alls óvíst er að virki. Smokkurinn er hins vegar eina vörnin gegn klamydíu, sárasótt, lekanda og fleiri stórhættulegum sjúkdómum. Hvers vegna stökkva heilbrigðisyfirvöld ekki upp til handa og fóta til að sporna við þeim, líkt og þau gera vegna svínaflensunnar? Stjórnvöld verða að bregðast við þessu ekki seinna en strax. Höfundur situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar