Veit ekki hvort það var harðfiskurinn eða Herbalife-ið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2009 11:30 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR-liðsins. Mynd/Vilhelm Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti frábæran leik í Toyota-höllinni í Keflavík þegar KR-konur unnu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna. Hildur var með 20 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og leiddi sitt lið til langþráðs sigur í Keflavík. „Við ákváðum bara að halda áfram sama hvað kæmi upp á því að það er nóg eftir af þessari rimmu," sagði Hildur eftir leikinn en KR lenti missti Keflavíkurliðið nokkrum sinnum frá sér í leiknum. „Þetta er stór sigur fyrir okkur að brjóta þann ís að vinna í Keflavík. Við þurfum að vinna hérna til að komast áfram. Það var mikilvægt að taka fyrsta leikinn og setja þær upp við vegg," bætti Hildur við. KR-konur unnu langþráðan sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Keflavík í gær. KR-liðið var nefnilega ekki búið að vinna í Keflavík síðan 31. janúar 2005 og hafði tapað þar tíu leikjum í röð. Jóhannes Árnason, þjálfari KR getur líka ekki verið annað en himinlifandi með framlag fyrirliðans í síðustu leikjum. „Hildur er til fyrirmyndar í öllu sem hún gerir. Hún hugsar um líkamann sinn og passar upp á það sem hún setur í hann. Það skilar sér síðan í þessum toppleikjum og skilur á milli hvort menn séu tilbúnir eða ekki," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR um hana eftir leikinn. Jóhannes gat ekki skipt Hildi útaf í leiknum þar sem varaleikstjórnandi liðsins, Heiðrún Kristmundsdóttir er meidd og hefur ekki getað verið með í síðustu leikjum. „Ég hafði gríðarlegar áhyggjur af geta ekki skipt henni útaf í leiknum. Ég veit ekki hvort það sé harðfiskurinn eða Herbalife-ið en hún hélt þetta út," sagði Jóhannes með sínum skemmtilega húmor. Hildur sjálf sagðist ekki hafa fundið fyrir þreytu í lokin enda var það ekki sjáanlegt nema þá í vítaskotunum sem voru ekki að detta hjá henni. „Ég veit alveg að ég get spilað 40 mínútur í leik en þetta er erfitt og þetta verður erfið rimma fyrir mann. Ég er í hörkuformi," sagði Hildur. Næsti leikur einvígisins er annaðkvöld í DHL-Höllinni en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti frábæran leik í Toyota-höllinni í Keflavík þegar KR-konur unnu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna. Hildur var með 20 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og leiddi sitt lið til langþráðs sigur í Keflavík. „Við ákváðum bara að halda áfram sama hvað kæmi upp á því að það er nóg eftir af þessari rimmu," sagði Hildur eftir leikinn en KR lenti missti Keflavíkurliðið nokkrum sinnum frá sér í leiknum. „Þetta er stór sigur fyrir okkur að brjóta þann ís að vinna í Keflavík. Við þurfum að vinna hérna til að komast áfram. Það var mikilvægt að taka fyrsta leikinn og setja þær upp við vegg," bætti Hildur við. KR-konur unnu langþráðan sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Keflavík í gær. KR-liðið var nefnilega ekki búið að vinna í Keflavík síðan 31. janúar 2005 og hafði tapað þar tíu leikjum í röð. Jóhannes Árnason, þjálfari KR getur líka ekki verið annað en himinlifandi með framlag fyrirliðans í síðustu leikjum. „Hildur er til fyrirmyndar í öllu sem hún gerir. Hún hugsar um líkamann sinn og passar upp á það sem hún setur í hann. Það skilar sér síðan í þessum toppleikjum og skilur á milli hvort menn séu tilbúnir eða ekki," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR um hana eftir leikinn. Jóhannes gat ekki skipt Hildi útaf í leiknum þar sem varaleikstjórnandi liðsins, Heiðrún Kristmundsdóttir er meidd og hefur ekki getað verið með í síðustu leikjum. „Ég hafði gríðarlegar áhyggjur af geta ekki skipt henni útaf í leiknum. Ég veit ekki hvort það sé harðfiskurinn eða Herbalife-ið en hún hélt þetta út," sagði Jóhannes með sínum skemmtilega húmor. Hildur sjálf sagðist ekki hafa fundið fyrir þreytu í lokin enda var það ekki sjáanlegt nema þá í vítaskotunum sem voru ekki að detta hjá henni. „Ég veit alveg að ég get spilað 40 mínútur í leik en þetta er erfitt og þetta verður erfið rimma fyrir mann. Ég er í hörkuformi," sagði Hildur. Næsti leikur einvígisins er annaðkvöld í DHL-Höllinni en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira