Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Slóvakíu á Laugardalsvellinum klukkan 19.00 í kvöld.
Nokkrar breytingar eru á liði Íslands en inn koma meðal annars þeir Sölvi Geir Ottesen, Ólafur Ingi Skúlason (ekki Stígsson eins og stendur á ksi.is) og Heiðar Helguson.
Ólafur stillir upp í 4-5-1 leikkerfinu með Eið Smára fremstan á miðjunni. Brynjar Björn Gunnarsson er fyrirliði liðsins í fjarveru Hermanns Hreiðarssonar.
Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson.
Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson
Miðvörður: Kristján Örn Sigurðsson.
Miðvörður: Sölvi Geir Ottesen.
Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson.
Tengiliður: Brynjar Björn Gunnarsson.
Tengiliður: Ólafur Ingi Skúlason.
Tengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen.
Kantmaður: Pálmi Rafn Pálmason.
Kantmaður: Emil Hallfreðsson.
Framherji: Heiðar Helguson.