Verður vítakeppni á Valsvellinum? ÓMar Þorgeirsson skrifar 25. júlí 2009 09:00 Það má búast við hörkuleik hjá Val og Stjörnunni. Mynd/Stefán Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin. Guðrún Jóna segir nánast ómögulegt að spá um hvort Valur eða Stjarnan vinni og telur að framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfi til að skera úr um hvort liðið fari í úrslitaleikinn. „Þetta verður sama baráttan og í leiknum fyrr í sumar og ég á von á mjög föstum leik. Bæði lið hafa spilað vel í sumar og þetta getur farið á báða vegu," segir Guðrún Jóna. Dragan hallast frekar að sigri Vals en telur þó að ekki verði um neinn stórsigur að ræða. „Ég held að Valur sé með of sterkt lið fyrir Stjörnuna. Valur er með frábæra leikmenn í öllum stöðum á vellinum og ég hugsa að þetta fari 2-0 fyrir Val. Þetta verður samt mikill baráttuleikur og Stjörnustelpur mæta grimmar til leiks eftir tapið gegn Breiðabliki í deildinni," segir Dragan. Guðrún Jóna á von á jöfnum leik hjá Breiðabliki og Fylki en hallast þó að Blikasigri, í markaleik. „Bæði Breiðablik og Fylkir spila mjög skemmtilegan sóknarbolta þannig að ég á von á því að þetta verði mjög hraður og opinn leikur. En miðað við hvernig liðin hafa verið að spila undanfarið þá held ég að Blikarnir vinni þetta á endanum. Það er engin spurning að Fylkisstúlkur geta gert Blikum skráveifu en eigum við ekki að segja 3-2 fyrir Breiðablik, þó svo að þetta verði mjög tvísýnt," segir Guðrún Jóna. Dragan telur að öflugur sóknarleikur Blika verði of stór biti fyrir Fylki á morgun. „Blikastúlkur eru með frábært lið og frábæran þjálfara. Þær eru með skemmtilegasta sóknarliðið og sex fremstu leikmennirnir á miðjunni og í sókninni eru allir mjög góðir og geta allar þær stúlkur klárað leikinn upp á sitt einsdæmi. Eigum við samt ekki að segja að þetta fari 4-1 fyrir Breiðablik," segir Dragan. Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin. Guðrún Jóna segir nánast ómögulegt að spá um hvort Valur eða Stjarnan vinni og telur að framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfi til að skera úr um hvort liðið fari í úrslitaleikinn. „Þetta verður sama baráttan og í leiknum fyrr í sumar og ég á von á mjög föstum leik. Bæði lið hafa spilað vel í sumar og þetta getur farið á báða vegu," segir Guðrún Jóna. Dragan hallast frekar að sigri Vals en telur þó að ekki verði um neinn stórsigur að ræða. „Ég held að Valur sé með of sterkt lið fyrir Stjörnuna. Valur er með frábæra leikmenn í öllum stöðum á vellinum og ég hugsa að þetta fari 2-0 fyrir Val. Þetta verður samt mikill baráttuleikur og Stjörnustelpur mæta grimmar til leiks eftir tapið gegn Breiðabliki í deildinni," segir Dragan. Guðrún Jóna á von á jöfnum leik hjá Breiðabliki og Fylki en hallast þó að Blikasigri, í markaleik. „Bæði Breiðablik og Fylkir spila mjög skemmtilegan sóknarbolta þannig að ég á von á því að þetta verði mjög hraður og opinn leikur. En miðað við hvernig liðin hafa verið að spila undanfarið þá held ég að Blikarnir vinni þetta á endanum. Það er engin spurning að Fylkisstúlkur geta gert Blikum skráveifu en eigum við ekki að segja 3-2 fyrir Breiðablik, þó svo að þetta verði mjög tvísýnt," segir Guðrún Jóna. Dragan telur að öflugur sóknarleikur Blika verði of stór biti fyrir Fylki á morgun. „Blikastúlkur eru með frábært lið og frábæran þjálfara. Þær eru með skemmtilegasta sóknarliðið og sex fremstu leikmennirnir á miðjunni og í sókninni eru allir mjög góðir og geta allar þær stúlkur klárað leikinn upp á sitt einsdæmi. Eigum við samt ekki að segja að þetta fari 4-1 fyrir Breiðablik," segir Dragan.
Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira