Kristján Guðmundsson: Vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2009 22:17 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkurliðsins. Mynd/Anton „Við vorum feykilega góðir allan tímann þar sem við erum ellefu inn á vellinum. Við náðum þessum markmiði okkar sem var að skora fyrsta markið í leiknum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur á FH í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Keflavík skoraði eina mark fyrri hálfleiks og komst síðan í 3-0 með tveimur mörkum á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleiks. „Byrjunin í seinni hálfleik var síðan stórkostleg en svo var Jói óheppinn að missa fótanna og vera rekinn útaf með sitt annað gula spjald. Þá varð þetta erfitt á móti jafnsterku liði og FH en okkur tókst að klára þetta þótt að við þyrftum að spila manni færri í 35 mínútur," sagði Kristján. Kristján tók Alen Sutej út úr miðverðinum fyrir Harald Guðmundsson sem lék sinn fyrsta leik með liðinu. „Það að brjóta upp hafsentapar er alltaf gagnrýnisvert en Alen hefur spilað bakvörð og er alinn upp sem bakvörður þannig að hann átti auðveldara með það að spila í bakverðinum. Hann er líka hraðari leikmaður en Haraldur. Við tókum þessa ákvörðun og það gekk upp," sagði Kristján. Símun Samuelsen átti stórkostlegan leik í kvöld, skoraði tvö mörk og átti risaþátt í því þriðja. „Símun hefur verið vaxa í síðustu leikjum og spilað betur og betur. Hann er að springa út og spilaði feykilega vel í kvöld. Þetta eru fyrstu mörkin hans í sumar sem er alveg með ólíkindum," sagði Kristján en hver er galdurinn á bak við að hafa svona gott tak á FH-liðinu. „Við vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins og sjálfsögðu reynum við að höggva þar. Það er bara að trúa því að það sé hægt að vinna þá og ætla sér það. Það þarf að ætla sér hlutina til þess að þeir gangi upp. Við gírum okkur upp í það að vera jafngóðir og svo bara betri en þeir í þeim leikjum sem við spilum við þá. Það er bara fínt og nú þurfum við að halda því áfram í öllum leikjum sem við spilum," sagði Kristján. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Við vorum feykilega góðir allan tímann þar sem við erum ellefu inn á vellinum. Við náðum þessum markmiði okkar sem var að skora fyrsta markið í leiknum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur á FH í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Keflavík skoraði eina mark fyrri hálfleiks og komst síðan í 3-0 með tveimur mörkum á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleiks. „Byrjunin í seinni hálfleik var síðan stórkostleg en svo var Jói óheppinn að missa fótanna og vera rekinn útaf með sitt annað gula spjald. Þá varð þetta erfitt á móti jafnsterku liði og FH en okkur tókst að klára þetta þótt að við þyrftum að spila manni færri í 35 mínútur," sagði Kristján. Kristján tók Alen Sutej út úr miðverðinum fyrir Harald Guðmundsson sem lék sinn fyrsta leik með liðinu. „Það að brjóta upp hafsentapar er alltaf gagnrýnisvert en Alen hefur spilað bakvörð og er alinn upp sem bakvörður þannig að hann átti auðveldara með það að spila í bakverðinum. Hann er líka hraðari leikmaður en Haraldur. Við tókum þessa ákvörðun og það gekk upp," sagði Kristján. Símun Samuelsen átti stórkostlegan leik í kvöld, skoraði tvö mörk og átti risaþátt í því þriðja. „Símun hefur verið vaxa í síðustu leikjum og spilað betur og betur. Hann er að springa út og spilaði feykilega vel í kvöld. Þetta eru fyrstu mörkin hans í sumar sem er alveg með ólíkindum," sagði Kristján en hver er galdurinn á bak við að hafa svona gott tak á FH-liðinu. „Við vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins og sjálfsögðu reynum við að höggva þar. Það er bara að trúa því að það sé hægt að vinna þá og ætla sér það. Það þarf að ætla sér hlutina til þess að þeir gangi upp. Við gírum okkur upp í það að vera jafngóðir og svo bara betri en þeir í þeim leikjum sem við spilum við þá. Það er bara fínt og nú þurfum við að halda því áfram í öllum leikjum sem við spilum," sagði Kristján.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira