Stjörnusigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2009 19:52 Jovan Zdravevski skoraði fjórtán stig fyrir Stjörnuna í leiknum, öll í fyrri hálfleik. Stjarnan varð fyrsta liðið, fyrir utan KR, að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla. Stjarnan vann tveggja stiga sigur, 90-88. Stjörnumenn voru með frumkvæðið nærri allan leikinn og náði að standa af sér kröftuga mótspyrnu gestanna á lokamínútum leiksins. En allt kom fyrir ekki og Grindavík tapaði þar með aðeins sínum öðrum leik í vetur. Stjarnan vann sinn fjórða leik en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins síðan að Teitur Örlygsson tók við þjálfun þess. Eftir að jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar tóku Stjörnumenn frumkvæðið áður en fyrsta leikhluta lauk og náði sjö stiga forystu, 29-22. Justin Shouse fór fyrir öflugum sóknarleik Stjörnumanna og skoraði alls fimmtán stig og gaf sex stoðsendingar í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu að halda ágætu jafnvægi í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 53-44. Það var gríðarleg barátta í þriðja leikhluta en Grindvíkingar náðu þó að saxa á forskotið og munaði þar miklu um tvær þriggja stiga körfur sem Brenton Birmingham setti niður á lokamínútunum. Þá var einnig mikið um tæknifeila og tapaða bolta á báða bóga. Stjarnan hafði enn þriggja stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 68-65. Sama baráttan hélt áfram og var munurinn enn þrjú stig þegar rúm mínúta var til leiksloka. Með mikilli þrautsegju náðu Stjörnumenn að halda forystuna allt til loka og innbyrða afar góðan sigur. Justin Shouse átti sem fyrr segir skínandi leik og skoraði mörg afar mikilvæg stig fyrir Stjörnuna. Hann var stigahæstur með 26 stig, átta stoðsendingar og sex fráköst. Fannar Freyr Helgason (24 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar) og Jovan Zdravevski (14 stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst) voru heldur ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Páll Axel Vilbergsson og Brenton Birmingham stóðu upp úr hjá Grindavík. Páll Axel var með 21 stig og sjö fráköst og Brenton með 20 stig og sex fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58. 8. janúar 2009 21:08 Friðrik: Sanngjörn úrslit Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að sigur Stjörnunnar á sínum mönnum í kvöld hafi verið sanngjarn. 8. janúar 2009 22:05 Teitur: Baráttan skilaði sigrinum Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum. 8. janúar 2009 21:57 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Stjarnan varð fyrsta liðið, fyrir utan KR, að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla. Stjarnan vann tveggja stiga sigur, 90-88. Stjörnumenn voru með frumkvæðið nærri allan leikinn og náði að standa af sér kröftuga mótspyrnu gestanna á lokamínútum leiksins. En allt kom fyrir ekki og Grindavík tapaði þar með aðeins sínum öðrum leik í vetur. Stjarnan vann sinn fjórða leik en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins síðan að Teitur Örlygsson tók við þjálfun þess. Eftir að jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar tóku Stjörnumenn frumkvæðið áður en fyrsta leikhluta lauk og náði sjö stiga forystu, 29-22. Justin Shouse fór fyrir öflugum sóknarleik Stjörnumanna og skoraði alls fimmtán stig og gaf sex stoðsendingar í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu að halda ágætu jafnvægi í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 53-44. Það var gríðarleg barátta í þriðja leikhluta en Grindvíkingar náðu þó að saxa á forskotið og munaði þar miklu um tvær þriggja stiga körfur sem Brenton Birmingham setti niður á lokamínútunum. Þá var einnig mikið um tæknifeila og tapaða bolta á báða bóga. Stjarnan hafði enn þriggja stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 68-65. Sama baráttan hélt áfram og var munurinn enn þrjú stig þegar rúm mínúta var til leiksloka. Með mikilli þrautsegju náðu Stjörnumenn að halda forystuna allt til loka og innbyrða afar góðan sigur. Justin Shouse átti sem fyrr segir skínandi leik og skoraði mörg afar mikilvæg stig fyrir Stjörnuna. Hann var stigahæstur með 26 stig, átta stoðsendingar og sex fráköst. Fannar Freyr Helgason (24 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar) og Jovan Zdravevski (14 stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst) voru heldur ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Páll Axel Vilbergsson og Brenton Birmingham stóðu upp úr hjá Grindavík. Páll Axel var með 21 stig og sjö fráköst og Brenton með 20 stig og sex fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58. 8. janúar 2009 21:08 Friðrik: Sanngjörn úrslit Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að sigur Stjörnunnar á sínum mönnum í kvöld hafi verið sanngjarn. 8. janúar 2009 22:05 Teitur: Baráttan skilaði sigrinum Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum. 8. janúar 2009 21:57 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58. 8. janúar 2009 21:08
Friðrik: Sanngjörn úrslit Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að sigur Stjörnunnar á sínum mönnum í kvöld hafi verið sanngjarn. 8. janúar 2009 22:05
Teitur: Baráttan skilaði sigrinum Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum. 8. janúar 2009 21:57