Dýrt jafntefli í sólarsamba í Eistlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2009 16:37 Alexander varð í dag fyrsti fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins sem er af erlendu bergi brotinn. Mynd/Pjetur Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári. Það vantaði marga menn í leikina gegn Norðmönnum og Makedónum og enn fleiri voru gengnir úr skaftinu í dag. Þar á meðal Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Þrátt fyrir það átti íslenska liðið að gera betur í dag en leikur liðsins var arfaslakur. Sóknarleikur liðsins var ákaflega vandræðalegur lengstum. Varnarleikurinn hefur þess utan ekki verið svona slakur lengi. Markverðirnir stóðu sig þó báðir þokkalega. Íslenska liðið var að elta nánast allan leikinn en góður endasprettur liðsins kom þeim yfir. Þegar skammt var eftir náði Ísland tveggja marka forskot, 24-22, en klaufaskapurinn var alls ráðandi á lokamínútunum þegar liðið kastaði frá sér sigrinum og þar með afar mikilvægu stigi. Vondur endir á frábærri undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Alexanders úr ágætu færi fór fram hjá marki Eistanna og því fór sem fór. Alexander var fyrirliði Íslands í dag og er það í fyrsta skipti sem landsliðið er með fyrirliða sem er af erlendu berg brotinn. Alexander er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Hann var augljóslega orðinn mjög þreyttur í dag enda ekki langt síðan hann fór af stað eftir erfið meiðsli. Munaði um minna fyrir íslenska liðið. Ragnar átti ágætan leik, Vignir var fínn á línunni, Heiðmar átti þokkalega innkomu og markverðirnir fínir. Aðrir geta mikið betur. Aðstæður í Eistlandi í dag voru ekkert minna en hlægilegar. Íþróttahúsið var með stóra glugga fyrir aftan áhorfendabekkina og skein sólin því beint í andlit varnarmanna og markvarðar íslenska liðsins í síðari hálfleik. Var Hreiðar Guðmundsson markvörður kominn með derhúfu í markinu á tímabili sem er ein hlægilegasta uppákoma sem undirritaður hefur séð lengi í handboltaleik. Að lokum tókst að hylja mest af sólinni með dýnum sem voru settar í gluggann. Ótrúlegt samt að það hafi verið spilað á meðan sólin skein hvað mest í andlit leikmanna Íslands. Eistland-Ísland 25-25 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4 (8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alexander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1), Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1 (19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2) 35%.Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar, Sigurbergur).Utan vallar: 10 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Sjá meira