Kvennalið Hamars í Iceland Express deildinni vann í kvöld öruggan 70-51 sigur á Val og er fyrir vikið komið í undanúrslit deildarinnar eftir 2-0 sigur í einvígi liðanna.
LaKiste Barkus var frábær í liði Hamars og skoraði 29 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Julia Demirer skoraði 11 stig og hirti 15 fráköst.
Hjá Val var Signý Hermannsdóttir eini leikmaðurinn sem skoraði yfir tíu stig, en hún skoraði 12 stig og hirti hvorki meira né minna en 23 fráköst, þar af 11 í sókninni.