Miðjumaðurinn Igor Pesic mun væntanlega ekki leika meira með Skagamönnum í sumar en hann fékk ekki leyfi frá útlendingastofu til að dvelja lengur á landinu.
Ekki er loku fyrir það skotið að Pesic fái landvistarleyfi síðar en það lítið er eftir af mótinu að teljast verður ólíklegt að ÍA fái hann aftur til landsins.
Sérstaklega í ljósi þess að liðið er komið langleiðina með að bjarga sér frá falli.