Valur varð í kvöld Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á KR í lokaumferð mótsins.
Valur lýkur því keppni með sextán stig í efsta sæti eftir leikina sex. KR er í öðru sæti með þrettán stig en Fylkir getur komist upp í annað sætið með sigri á HK/Víkingi annað kvöld.
Það voru Kristín Ýr Bjarnadóttir og Katrín Jónsdóttir sem skoruðu mörk Valsmanna í kvöld.