Ísland mætir Íran í vináttulandsleik í knattspyrnu í Teheran á morgun. Íslenska landsliðið er mætt á staðinn og æfði á hinum glæsilega Adazi-velli í dag.
Völlurinn sá tekur 90 þúsund manns en búist er við um 30 þúsund manns á leikinn að því er segir á frétt á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.
Ferðin til Íran er mikil ævintýraferð enda koma menn ekki til Teheran á hverju ári. Liðið fór meðal annars upp á fjall í 3.200 metra hæð með kláfi og svo var farin skoðunferð um borgina.
Það eru ekki öll nútímaþægindi til staðar í Teheran og til að mynda er ekkert farsímasamband í borginni.
Leikur liðanna hefst klukkan 14.30 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ef ekkert klikkar.