Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík heimsækja í kvöld Tindastól í Iceland Express deild karla en þetta er frestaður leikur frá því úr 16. umferð. Leikurinn fer fram í Síkinu á Sauðárkróki en þetta verður fyrsti leikur Loga í þessu húsi síðan að hann varð Íslandsmeistari með Njarðvík vorið 2001. Logi lék erlendis frá 2001 til 2008 en hefur leikið með Njarðvík á þessu tímabili.
Logi kunni einstaklega vel við sig í Síkinu í lokaúrslitunum fyrir átta árum því hann braut þrjátíu stiga múrinn í báðum útileikjunum á móti Tindastól. Logi var með 36 stig, 5 stoðsendingar og 3 varin skot í leik tvö sem Njarðvík vann 100-79 og skoraði síðan 30 stig í leik fjögur sem Njarðvík vann 96-71 og tryggði sér þar með 3-1 sigur í úrslitaeinvíginu.
Logi skoraði því samtals 66 stig á 69 mínútum í þessum tveimur leikjum í Síkinu á Sauðárkróki og hitti úr 25 af 47 skotum sínum (53%) þar af 7 af 18 þriggja stiga skotum sínum. Í samanburði skoraði Logi samtals 25 stig á 62 mínútum í heimaleikjunum tveimur þar sem hann hitti bara úr 9 af 34 skotum sínum (26%).
Logi hefur verið að leika vel með Njarðvík á nýju ári þar sem hann hefur skorað 25,2 stig að meðaltali í fimm leikjum. Logi hefur skorað 23 stig eða meira í fjórum af þessum fimm leikjum þar af hefur hann tvisvar brotið þrjátíu stiga múrinn.
Hefur eitthvað breyst á 8 árum? - Logi mætir aftur í Síkið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
