Metávöxtun var á Tryggingarsjóðnum Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. júní 2009 09:30 Samsett mynd „Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Í frammistöðugreiningu Aska Capital á ávöxtun í fjárvörslu fyrir Tryggingarsjóðinn og kynnt var um leið og ársreikningur sjóðsins á föstudag kemur fram að gengisvísitala krónunnar hækkaði um 80,3 prósent í fyrra. Í ársreikningi sjóðsins sem lagður var fram fyrir helgi kemur fram að eignir hans hafi farið úr 8,4 milljörðum króna í árslok 2007 í 16,5 milljarða í lok síðasta árs. Ávöxtun eignasafna Tryggingarsjóðsins er tvískipt, annars vegar á hendi MP Banka og svo Nýja Kaupþings. Þannig hefur hún verið frá ársbyrjun 2007 þegar MP Banki tók við ávöxtun helmings eignanna frá Landsbankanum eftir að sjóðurinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Töluverður munur er á árangri Nýja Kaupþings og MP Banka í eignastýringu fyrir sjóðinn. Sá síðarnefndi er með 8,4 prósenta umframávöxtun á árinu og heildarávöxtun upp á 61,8 prósent. Kaupþing er með neikvæða umframávöxtun um 12,9 prósent og 40,5 prósenta ávöxtun síns hluta. Marteinn segir að eignastýring MP hafi í fyrra brugðist við váboðum og í raun forðast íslenskar eignir, enda hafi legið fyrir að krónan ætti eftir að veikjast og því hagstætt að vera ekki með allar sínar eignir hér. Hann áréttar hins vegar að mjög stífar reglur gildi um ávöxtun eigna Tryggingarsjóðsins og miklar kvaðir sem þurfi að uppfylla. Þannig heimilar fjárfestingarstefnan hvorki kaup á innlendum hlutabréfum né skuldabréfum fyrirtækja. Innlend ríkisskuldabréf skulu vera 30 til 75 prósent af eignum sjóðsins, erlend ríkisskuldabréf 15 til 55 prósent og erlend hlutabréf núll til 15 prósent. Þá verður vægi ríkisskuldabréfa að vera að minnsta kosti 70 prósent af heildarsafninu. „Við nýttum í rétta átt það svigrúm sem þessi stranga stefna gaf," segir Marteinn og kveður MP hafa viljað nýta eins og kostur var heimild til að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum. „Annað sem við gerðum var að hafa hlutabréfaeign í algjöru lágmarki og vorum á sama tíma yfirviktuð í verðtryggðum innlendum ríkisskuldabréfum og líka í erlendum ríkisskuldabréfum," segir hann. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Askar Capital, segir að þótt nokkru hafi munað á ávöxtun Nýja Kaupþings og MP Banka fyrir Tryggingarsjóðinn í fyrra sé varhugavert að draga of miklar ályktanir af því. „Horfa þarf á lengra tímabil en eitt ár til að bera slíkt saman," segir hann, án þess að vilja draga úr því að ávöxtun hafi verið býsna góð hjá Tryggingarsjóðnum í fyrra. „Og má í raun segja að fjárfestingarstefna sjóðsins hafi sannað gildi sitt í fyrra. Þar miðar allt við að sjóðurinn fari í mjög varkárar eignir." Eftir samruna við Ráðgjöf og efnahagsspár tóku Askar við því verkefni að vinna með Tryggingarsjóðnum í að móta fjárfestingarstefnu og hafa eftirlit með þeim sem stýra eignum fyrir sjóðinn. „Svo höfum við líka metið tilboð í eignastýringu og slíkt," bætir Vignir við. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
„Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Í frammistöðugreiningu Aska Capital á ávöxtun í fjárvörslu fyrir Tryggingarsjóðinn og kynnt var um leið og ársreikningur sjóðsins á föstudag kemur fram að gengisvísitala krónunnar hækkaði um 80,3 prósent í fyrra. Í ársreikningi sjóðsins sem lagður var fram fyrir helgi kemur fram að eignir hans hafi farið úr 8,4 milljörðum króna í árslok 2007 í 16,5 milljarða í lok síðasta árs. Ávöxtun eignasafna Tryggingarsjóðsins er tvískipt, annars vegar á hendi MP Banka og svo Nýja Kaupþings. Þannig hefur hún verið frá ársbyrjun 2007 þegar MP Banki tók við ávöxtun helmings eignanna frá Landsbankanum eftir að sjóðurinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Töluverður munur er á árangri Nýja Kaupþings og MP Banka í eignastýringu fyrir sjóðinn. Sá síðarnefndi er með 8,4 prósenta umframávöxtun á árinu og heildarávöxtun upp á 61,8 prósent. Kaupþing er með neikvæða umframávöxtun um 12,9 prósent og 40,5 prósenta ávöxtun síns hluta. Marteinn segir að eignastýring MP hafi í fyrra brugðist við váboðum og í raun forðast íslenskar eignir, enda hafi legið fyrir að krónan ætti eftir að veikjast og því hagstætt að vera ekki með allar sínar eignir hér. Hann áréttar hins vegar að mjög stífar reglur gildi um ávöxtun eigna Tryggingarsjóðsins og miklar kvaðir sem þurfi að uppfylla. Þannig heimilar fjárfestingarstefnan hvorki kaup á innlendum hlutabréfum né skuldabréfum fyrirtækja. Innlend ríkisskuldabréf skulu vera 30 til 75 prósent af eignum sjóðsins, erlend ríkisskuldabréf 15 til 55 prósent og erlend hlutabréf núll til 15 prósent. Þá verður vægi ríkisskuldabréfa að vera að minnsta kosti 70 prósent af heildarsafninu. „Við nýttum í rétta átt það svigrúm sem þessi stranga stefna gaf," segir Marteinn og kveður MP hafa viljað nýta eins og kostur var heimild til að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum. „Annað sem við gerðum var að hafa hlutabréfaeign í algjöru lágmarki og vorum á sama tíma yfirviktuð í verðtryggðum innlendum ríkisskuldabréfum og líka í erlendum ríkisskuldabréfum," segir hann. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Askar Capital, segir að þótt nokkru hafi munað á ávöxtun Nýja Kaupþings og MP Banka fyrir Tryggingarsjóðinn í fyrra sé varhugavert að draga of miklar ályktanir af því. „Horfa þarf á lengra tímabil en eitt ár til að bera slíkt saman," segir hann, án þess að vilja draga úr því að ávöxtun hafi verið býsna góð hjá Tryggingarsjóðnum í fyrra. „Og má í raun segja að fjárfestingarstefna sjóðsins hafi sannað gildi sitt í fyrra. Þar miðar allt við að sjóðurinn fari í mjög varkárar eignir." Eftir samruna við Ráðgjöf og efnahagsspár tóku Askar við því verkefni að vinna með Tryggingarsjóðnum í að móta fjárfestingarstefnu og hafa eftirlit með þeim sem stýra eignum fyrir sjóðinn. „Svo höfum við líka metið tilboð í eignastýringu og slíkt," bætir Vignir við.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent