Viðskipti erlent

Spáir því að 200.000 Danir gætu misst vinnuna

Seðlabanki Danmerkur, Nationalbanken, spáir því að allt að 200.000 Danir gætu misst vinnuna á næstu tveimur árum. Bankinn segir að fari allt á versta veg verði kreppan í landinu í ár sú versta frá lokum seinni heimstryjaldarinnar.

Samkvæmt frétt á börsen.dk segir í spá Nationalbanken að sambland af tregðu banka landsins til útlána og hinni alþjóðlegu fjármálakreppu gæti leitt til þess að framleiðslutap fyrirtækja landsins gæti orðið það mesta á síðustu 25 árum.

Danskir greinendur segja að Nationalbanken líti með einum of svartsýnum augum á þróunina næstu tvö árin. "Þetta er yfirgengilegt," segir Frederik I. Pedersen greinandi hjá Samtökum atvinnurekenda í Danmörku. "Í sögulegu ljósi þurfum við að fara allt aftur til áranna 1974-75 til að finna nokkuð sambærilegt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×