Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 09:45 Erna Björg Sverrisdóttir er aðalhagfræðingur Arion banka. Vísir/Vilhelm Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan leysi festar eftir hófsaman hagvöxt á síðasta ári, með einkaneyslu og fjárfestingu í stafni. Í færslu á vef Arion banka segir að bjartsýni meðal heimila og fyrirtækja hafi aukist, enda sé verðbólga að hjaðna, vextir að lækka og fjárhagsleg heilsa almennt séð góð. Innlend eftirspurn verði þar af leiðandi driffjöður hagvaxtar en framlag utanríkisverslunar neikvætt. Niðurstaðan sé 1,4 prósenta hagvöxtur, sem sé lítil breyting frá fyrri spá. Samsetningin sé hins vegar gjörólík, í stað útflutningsdrifins hagvaxtar sé það einkaneyslan sem stígi fram á stóra sviðið. Óhefðbundnari útflutningsgreinum vaxi fiskur um hrygg Jafnvel þó að verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár liggi í augum uppi að útflutningshorfur hafi versnað. „Ekki nóg með að ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins, eigi undir högg að sækja heldur hefur alþjóðleg efnahagsóvissa aukist verulega að undanförnu, þróun sem gæti leitt til minni eftirspurnar eftir íslenskum útflutningi. Engu að síður reiknum við með lítilsháttar útflutningsvexti í ár þar sem „óhefðbundnari“ útflutningsgreinum, svo sem eldi og lyfjaframleiðslu, hefur vaxið fiskur um hrygg.“ Atvinnuleysi haldi áfram að aukast Þétt taumhald peningastefnunnar, samhliða lakari útflutningshorfum, hafi dregið úr spennu á vinnumarkaði. Hægt hafi verulega á starfafjölgun og atvinnuleysi sé að þokast upp á við og spáð sé að sú þróun haldi áfram á yfirstandandi ári. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott þar sem minni spenna á vinnumarkaði dregur að öðru óbreyttu úr verðbólguþrýstingi og opnar dyrnar fyrir frekari vaxtalækkanir. Krónan, sem er mjög sterk um þessar mundir, gæti hins vegar lagt stein í götu verðhjöðnunar taki hún að veikjast verulega, en í þessari spá er gert ráð fyrir að krónan veikist frá og með seinni hluta þessa árs.“ Eins og alltaf sé óvissan mikil, ekki síst í alþjóðamálum og ekki séu ekki öll kurl komin til grafar varðandi vaxandi verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. Hvernig svo sem fari telji bankinn að þjóðarskútan sé vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó án þess að bíða skipbrot. Ítarlega efnahagsspá greiningardeildar Arion banka má sjá hér. Arion banki Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Í færslu á vef Arion banka segir að bjartsýni meðal heimila og fyrirtækja hafi aukist, enda sé verðbólga að hjaðna, vextir að lækka og fjárhagsleg heilsa almennt séð góð. Innlend eftirspurn verði þar af leiðandi driffjöður hagvaxtar en framlag utanríkisverslunar neikvætt. Niðurstaðan sé 1,4 prósenta hagvöxtur, sem sé lítil breyting frá fyrri spá. Samsetningin sé hins vegar gjörólík, í stað útflutningsdrifins hagvaxtar sé það einkaneyslan sem stígi fram á stóra sviðið. Óhefðbundnari útflutningsgreinum vaxi fiskur um hrygg Jafnvel þó að verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár liggi í augum uppi að útflutningshorfur hafi versnað. „Ekki nóg með að ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins, eigi undir högg að sækja heldur hefur alþjóðleg efnahagsóvissa aukist verulega að undanförnu, þróun sem gæti leitt til minni eftirspurnar eftir íslenskum útflutningi. Engu að síður reiknum við með lítilsháttar útflutningsvexti í ár þar sem „óhefðbundnari“ útflutningsgreinum, svo sem eldi og lyfjaframleiðslu, hefur vaxið fiskur um hrygg.“ Atvinnuleysi haldi áfram að aukast Þétt taumhald peningastefnunnar, samhliða lakari útflutningshorfum, hafi dregið úr spennu á vinnumarkaði. Hægt hafi verulega á starfafjölgun og atvinnuleysi sé að þokast upp á við og spáð sé að sú þróun haldi áfram á yfirstandandi ári. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott þar sem minni spenna á vinnumarkaði dregur að öðru óbreyttu úr verðbólguþrýstingi og opnar dyrnar fyrir frekari vaxtalækkanir. Krónan, sem er mjög sterk um þessar mundir, gæti hins vegar lagt stein í götu verðhjöðnunar taki hún að veikjast verulega, en í þessari spá er gert ráð fyrir að krónan veikist frá og með seinni hluta þessa árs.“ Eins og alltaf sé óvissan mikil, ekki síst í alþjóðamálum og ekki séu ekki öll kurl komin til grafar varðandi vaxandi verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. Hvernig svo sem fari telji bankinn að þjóðarskútan sé vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó án þess að bíða skipbrot. Ítarlega efnahagsspá greiningardeildar Arion banka má sjá hér.
Arion banki Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira