Ekki hægt að segja upp öllum útlendingum fyrir norðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 12:04 Cedric Isom, leikmaður Þórs, verður áfram í herbúðum félagsins sama hvað. Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi." Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi."
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira