Friðrik: Eigum nóg inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 15:09 Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Daníel Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann." Dominos-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann."
Dominos-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira