Hnefaleikameistarinn Vitali Klitschko frá Úkraínu viðurkennir að hafa notast við notaðar bleyjur frá syni sínum eftir bardagann við Samuel Peter um helgina. Hann notaði þær til að vinna á bólgum á höndum sínum.
Klitschko vann Nígeríumanninn Peter og endurheimti WBC-heimsmeistaratign sína í þungavigt.
Hann segir að þvag ungabarna sé gott ráð gegn bólgum. „Það er hreint og lyktarlaust. Sonur minn er þriggja ára og ég vef bleyjunum um handleggi mína," segir Klitschko sem segist hafa fengið þetta ráð frá ömmu sinni.