Dauf viðbrögð á ögurstundu Guðni Ágústsson skrifar 27. október 2008 00:01 Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Sjá meira
Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun