Nú er búið að raða niður leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppni kvenna í Iceland Express deildinni sem hefst á föstudaginn. Það verða KR, Grindavík, Keflavík og Haukar sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn.
Fyrsti leikurinn verður viðureign KR og Grindavíkur í DHL-Höllinni á föstudaginn klukkan 16 og svo verður leikið stíft næstu daga.
Keflavíkurstúlkur tryggðu sér deildameistaratitilinn á dögunum og verða því með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina, en þar eiga Haukastúlkur titil að verja.
Leikjaplan fyrstu umferðar úrslitakeppninnar:
14.03.2008 KR - Grindavík leikur 1 kl. 19:15
15.03.2008 Keflavík - Haukar leikur 1 kl. 17:00
16.03.2008 UMFG - KR leikur 2 kl. 19:15
17.03.2008 Haukar - Keflavík leikur 2 kl. 19:15
19.03.2008 KR - Grindavík leikur 3 kl. 19:15
19.03.2008 Keflavík - Haukar leikur 3 kl. 19:15
22.03.2008 Grindavík - KR leikur 4 kl. 16:00 (ef að með þarf)
22.03.2008 Haukar - Keflavík leikur 4 kl. 16:00 (ef að með þarf)
25.03.2008 KR - Grindavík leikur 5 kl. 19:15 (ef að með þarf)
25.03.2008 Keflavík - Haukar leikur 5 kl. 19:15 (ef að með þarf)