Keflavíkurstúlkur tóku við deildameistaratitilinum í kvöld og héldu upp á það með því að bursta Hamar 97-74 í Iceland Express deildinni. Liðið tryggði sér sigur í deildinni í umferðinni á undan.
TaKesha Watson var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld og skoraði 42 stig á aðeins 29 mínútum. Næst kom Margrét Kara Sturludóttir með 15 stig og 14 fráköst og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 13 stig og hirti 10 fráköst.
Hjá Hamri var La Kiste Barkus með 28 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar og Iva Milevoj með 20 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar.