Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavíkurstúlkur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri á KR 90-59. Haukar unnu góðan sigur á bikarmeisturum Grindavíkur 87-73 og þá vann Hamar sigur á Val 81-66.
Keflavík hefur 38 stig í efsta sæti deildarinnar, KR er í öðru með 32 stig, Grindavík hefur 30 og Haukar 28 stig en hafaf leikið einum leik meira en hin liðin.